Zulu Stamp á Þórscafé

„Hér liggja öll gólfteppi og parketgólfið sömuleiðis undir skemmdum vegna þessara stálfleyga.“
Zulu Stamp „Hér liggja öll gólfteppi og parketgólfið sömuleiðis undir skemmdum vegna þessara stálfleyga.“

Einn vinsælasti samkvæmisdansinn í Bandaríkjunum og Evrópu hóf innreið sína í Ísland árið 1964, hinn svonefndi Zulu Stamp. Íslensk ungmenni tóku hann upp og dönsuðu af mikilli elju á Þórscafé og öðrum skemmtistöðum Reykjavíkur. Blaðamaður Tímans spurði einn dansarann hvernig ætti að bera sig að og gaf hann þá skýringu að maður ætti að láta eins og maður væri fastur í leðju en losnaði svo skyndilega. Eigendur Þórscafé voru þó ekki sérlega hrifnir af þessari nýju tísku. Stálhælar voru þá komnir í tísku og Zulu-stampandi kvenfólk fór illa með gólfið á staðnum. „Hér liggja öll gólfteppi og parketgólfið sömuleiðis undir skemmdum vegna þessara stálfleyga,“ var haft á orði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.