Forsmáður fauti

Stephen greip til óyndisúrræða þegar Rana rak hann á dyr

Var myrt af fyrrverandi sambýlismanni sínum.
Rana Faruqui Var myrt af fyrrverandi sambýlismanni sínum.

Stephen Griffiths, Breta um fertugt, var ekki skemmt þegar 35 ára sambýliskona hans, Rana Faruqui, sagðist vera búinn að fá nóg af ofbeldisfullu lundarfari hans og sagði honum að hirða sitt hafurtask og láta sig hverfa. Þau höfðu hist í október 2002, fellt hugi saman og Stephen flutt inn til Rönu, í þorpinu Farnham Common í Buckinghamskíri, skömmu síðar.

Í apríl 2003 stóð sambandið sem sagt á brauðfótum og Rana gaf Stephen reisupassann. Stephen fullyrti að hann ætti húsið og þurfti að fá lögreglu til að taka af honum lyklana. Í ljós kom að hann átti aukasett því hann sást í það minnsta fjórum sinnum fara inn í húsið eftir það.

Áreitni og njósnir

Stephen tók þann pól í hæðina að áreita Rönu í tíma og ótíma og njósna um ferðir hennar. Hann rannsakaði innihald ruslatunnu hennar og tók myndir af henni og bíl hennar.

Til að fá aðgang að Royal Windsor-hestasýningunni, tamningakeppni sem Rana tók þátt í, þóttist hann vera ljósmyndari. Stephen reyndi jafnvel að fá móður Rönu í lið með sér og sýndi henni kynningu í fartölvu sinni; kynningin var hluti af áætlun Stephens til að fá Rönu á ný.

Tilraunir Stephens báru lítinn árangur og skyldi engan undra.

Bremsurör klippt

Rana hafði um sex mánaða skeið ítrekað haft samband við lögreglu vegna ofsókna Stephens. Í síðasta skiptið, 18. júlí 2003, hafði Rana samband við lögregluna og lét vita að bremsurör BMW-bifreiðar hennar hefði verið klippt í sundur. Lögreglan aðhafðist ekkert vegna þess erindis og hálfum mánuði síðar, 2. ágúst, stakk Stephen Rönu til bana á Jennings Farm í Burnham, þar sem hún hafði hest sinn Toby á húsi.

Rana myrt

Rana var að tjóðra hestinn þegar hún sá Stephen nálgast. Umsvifalaust hafði hún samband við Neyðarlínuna og heyrði sá sem svaraði Rönu kalla: „Þér er ekki heimilt að nálgast mig á nokkurn hátt, Steve … Steve láttu mig í friði, láttu mig í friði …“

Skömmu síðar heyrðust örvæntingarfull óp Rönu sem barðist fyrir lífi sínu.

Líkið af Rönu fannst síðar í hrossarétt á Jennings Farm, liggjandi við fætur Tobys.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.