1974 – Vildu bókaskattinn af

Óttinn við hrun bóksölu er ekki nýr
Bækur Óttinn við hrun bóksölu er ekki nýr

Tíminn greindi frá því 4. október 1974 að Bóksalafélag Íslands hefði miklar áhyggjur af framtíð greinarinnar og vildi afnema söluskatt af bókum. Mikill samdráttur í bóksölu kæmi til vegna sjónvarpsáhorfs, stækkun dagblaða, verðbólgu og aukinnar afkastagetu bókasafna. Bent var á að dagblöð, tímarit, útvarp og sjónvarp væri þá þegar undanþegið söluskatti. Einnig að enginn söluskattur væri á löndum í kringum okkur, til dæmis Noregi og Bretlandi. Í bréfi frá félaginu stóð Í hástöfum: „MÁLIÐ VIRÐIST SENN KOMIÐ Á ÞAÐ STIG, AÐ ÍSLENDINGAR GERI ÞAÐ UPP VIÐ SIG, HVORT BÆKUR EIGI AÐ KOMA ÚT Í LANDINU.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.