Múgur gerði aðsúg að Sophiu Hansen

Var slegin í andlitið við réttarsal í Istanbúl
Sophia Hansen Var slegin í andlitið við réttarsal í Istanbúl

Forræðisdeila Sophiu Hansen og hins tyrkneska Halim Al yfir tveim dætrum þeirra var eitt af stærstu fréttamálum tíunda áratugarins. Þegar málið var dómtekið í Istanbúl 24. september árið 1992 gerðu um 200 manns aðsúg að Sophiu og fylgdarfólki hennar. Ókvæðisorðum rigndi, hrækt var á þau og Sophia sjálf slegin í andlitið, og 50 lögreglumenn þurfti til að hafa hemil á reiðum mannfjöldanum. Gunnar Guðmundsson lögfræðingur Sophiu sagði við DV:

„Við áttum fótum okkar fjör að launa og vorum heppin að sleppa lifandi.“ Margir blaðamenn voru á staðnum en málinu var frestað um mánuð vegna þess að ný gögn höfðu verið lögð fram.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.