Til heiðurs Rúnari Júlíussyni

Aukatónleikar í Hljómahöllinni - Hefði orðið 70 ára á þessu ári

Rokkari Íslands hefði orðið sjötugur í ár.
Rúnar Júlíusson Rokkari Íslands hefði orðið sjötugur í ár.

Rúnar Júlíusson, rokkari íslands, lést þann 5. desember árið 2008 en hann hefði orðið 70 ára í ár.

Rúnar lést eftir að hafa fengið aðsvif á uppskeruhátíð Geimsteins, upptökufyrirtækis í hans eigu, á veitingastaðnum Ránni í Reykjanesbæ.

Einn ástsælasti tónlistarmaður landsins

Rúnar var einn ástsælasti tónlistarmaður landsins og gerði garðinn frægan með hljómsveitum á borð við Hljómar, Trúbrot, Lónlí Blú Bojs og GCD á glæsilegum 45 ára ferli sínum. Rúnar gat sér einnig frægðar fyrir afrek á knattspyrnuvellinum en hann varð Íslandsmeistari með Keflavík á sjöunda áratugnum. Rúnar fæddist í Keflavík þann 13. apríl árið 1945,

Til að fagna og halda upp á og gleðjast yfir ferli hans þá hafa ættingjar Rúnars ákveðið að halda tónleika honum til heiðurs. Fyrstu tónleikarnir fóru fram í apríl en þá varð uppselt á fáeinum klukkutímum og því hefur verið ákveðið að halda aukatónleika.

Landsliðið í söng- og hljóðfæraleik

Tónleikarnir verða í Stapa hinn 15. maí 2015 kl. 21:00 en hægt er að næla sér í miða á Hljómahöll.is.

Á tónleikunum verður ferill Hr. Rokks rakinn í máli, myndum og músik undir léttri leiðsögn fjölskyldu Rúnars ásamt einvala liði söngvara og hljóðfæraleikara.

Valdimar Guðmundsson, Stefán Jakobsson, Magni Ásgeirsson og Salka Sól munu flytja öll bestu lög Rúnars ásamt sérvalinni rokksveit undir styrkri stjórn Jóns Ólafssonar.
Rúnar var þekktur fyrir söng og bassaleik með mörgum af þekktustu rokkhljómsveitum Íslandssögunnar en hans er

einnig minnst fyrir elju, hvatningu til ungra listamanna, húmor og einstaka ljúfmennsku. Á tónleikunum fáum við að heyra hvaðan lögin koma, nokkrar góðar bransasögur og ekki síst söguna á bak við manninn.

Þessi grein er af Suðurnesjavef DV, sem er að fullu aðgengilegur áskrifendum. Áskrift kostar aðeins frá 928 kr. á mánuði.
Sjá tilboð »

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.