Migos koma fram í Laugardalshöllinni í ágúst

Suðurríkjarapp í Laugardalshöll 16. ágúst

Mynd: 2016 Kevin Mazur

Suðurríkjarappsveitin Migos, ein vinsælasta hip hop sveit heims um þessar mundir, kemur fram á tónleikum í Laugardalshöll þann 16. ágúst næstkomandi. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Senu, sem stendur fyrir tónleikunum, er stefnt á að ein erlend stjarna hiti upp fyrir Migos auk einnar íslenskar.

Tríóið Migos var stofnað af frændunum Quavo, Takeoff og Offset í Lawrenceville í Georgíufylki árið 2009. Þeir slógu fyrst í gegn með laginu „Versace“ sem kom út á mixtape-inu Y.R.N. (Young Rich Niggas) árið 2013.
Nýjasti slagari sveitarinnar er lagið „Bad and Boujee“ sem þeir gerðu með rapparanum Lil Uzi Vert og náði toppsætinu á Billboard Hot 100 listanum - en lagið var fyrsta smáskífan af annarri hljóðversplötu sveitarinnar, Culture sem kom út í janúar.

Miðasala hefst föstudaginn 2. Júní klukkan 10 en póstlistaforsala Senu Live hefst daginn áður.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.