Rauða Myllan með „flash mob“ í Reykjanesbæ

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja sýnir Moulin Rouge í Andrews Theater

Nemendafélagið sýnir í hinu sögufræga húsi uppi á gamla varnarliðssvæði sem nú heitir Ásbrú.
Moulin Rouge í Andrews Theater Nemendafélagið sýnir í hinu sögufræga húsi uppi á gamla varnarliðssvæði sem nú heitir Ásbrú.
Mynd: NFS/Óli Magg

Leikarar í Nemendafélagi Fjölbrautaskóla Suðurnesja ákváðu að auglýsa uppfærslu sína á leikritinu og söngleiknum Moulin Rouge á ansi skemmtilegan hátt á dögunum.

Leikararnir mættu í fullum skrúða í Bónus, Nettó og Danskompaní-skólann í Reykjanesbæ og tóku titillag leikritsins, Moulin Rouge, óvænt fyrir viðskiptavini.

NFS frumsýndi leikritið á miðvikudaginn og fékk það frábærar viðtökur hjá nemendum skólans.

„Kristian er rithöfundur, ástfanginn af ástinni og kominn á nýjar slóðir þar sem hann ætlar að skrifa um sannleikann, fegurðina, frelsið og það sem hann trúir hvað mest á, ástina. Hann hefur samt aldrei upplifað ástina. Það líður ekki á löngu þar til hann kynnist leyndardómum Moulin Rouge, næturklúbbi og vændishúsi, þar sem Harold Zidler ræður ríkjum. Kristian verður ástfanginn af Satin, einni af fylgdarmeyjum Zidlers. Henni er hins vegar skipað að elska annan og merkari mann,“ segir um sýninguna á vefsíðu nemendafélagsins.

Gunnella Hólmarsdóttir leikstýrir verkinu en danshöfundur verksins er Helga Ásta Ólafsdóttir. Tónlistin er í höndum Viktors Atla Gunnarsson, leikmyndin eftir Ellert BJörn Ómarsson og lýsingin eftir Vigni Hreinsson.

Sýningar á söngleiknum fara fram í hinu sögufræga „Andrews Theater“ á Ásbrú (gamla varnarliðssvæðinu) og eru sýningar um helgina og næstu helgi. Nánari upplýsingar má finna hér.

Flash Mob hjá leikurum nemendafélagsins

HEFURU NOKKURN TÍMAN SÉÐ FLOTTARI HÓP EÐA?? NFS sýningin á Moulin Rouge er frumsýnd á miðvikudaginn komandi og ég vona að allir séu búnir að næla sér í miða! Í tilefni þess skelltum við okkur í Bónus, Nettó og Dans Kompaní og vorum með svokallaðan Flash Mob.. Ekki láta þessa frábæru sýningu framhjá þér fara! Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja

Posted by Thelma Rún Matthíasdóttir on Monday, April 13, 2015

Tónlistarmyndband NFS fyrir Moulin RougeÞessi grein er af Suðurnesjavef DV, sem er að fullu aðgengilegur áskrifendum. Áskrift kostar aðeins frá 928 kr. á mánuði.
Sjá tilboð »

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.