Norræn kvikmyndahátíð í Norræna húsinu

Ókeypis aðgangur - Spennandi dagskrá

Grænlenska dragdrottningin Eskimo Diva úr samnefndri bíómynd sem sýnd er á hátíðinni.
Grænlenska dragdrottningin Eskimo Diva úr samnefndri bíómynd sem sýnd er á hátíðinni.

Norræna kvikmyndahátíð fer fram í Norræna húsinu 15. - 22. apríl.

Frítt er inn á allar myndirnar og eru flestar myndir með enskum texta.
Á hátíðinni verða ýmsir góðir gestir úr kvikmyndabransanum á Norðurlöndum. Einn aðalleikari dönsku þáttaraðarainnar 1864, Jakob Oftebro, verður á staðnum, einnig Morten Kirkskov, höfundur bókarinnar Kapgang sem samnefnd mynd byggist á og Tuomas Kyrö höfundur bókarinnar sem kvikmyndin The Grump byggist á. Að auki munu framleiðendur frá Grænlandi og Svíþjóð vera með vinnustofur á hátíðinni.

Hér má nálgast upplýsingar um tímasetningar „spurt og svarað“ viðburða í tengslum við hátíðina.
Hér er dagskrá hátíðarinnar í heild sinni.

Myndirnar eru allar nýlegar, með þeirri undantekningu þó að Hrafninn flýgur verður sýnd einu sinni í tengslum við vinnustofu um samstarf Íslendinga og Svía í kvikmyndaiðnaðinum. En Hrafninn flýgur er hvergi jafnvinsæl og hjá grönnum okkar Svíum.

Í ár verður í fyrsta skiptið sýnd mynd frá Grænlandi á hátíðinni og er það myndin Eskimo Diva sem er fyrsta mynd leikstjórans Lene Stæhr og verður spjallað við leikstjórann og framleiðenda að sýningu lokinni.

Aðgangur að öllum kvikmyndum er ókeypis og eru allir velkomnir. Myndirnar verða sýndar með enskum texta.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.