Viðhald bílastæða og ýmislegt viðhald í kringum húseignir

BS Verktakar

BS Verktakar er fyrsta fyrirtækið hér á landi sem sér um allt viðhald bílastæða en svokölluð „parking lot maintenance“ fyrirtæki eru algeng víða um heim og sérstaklega Bandaríkjunum. Í 29 ár hafa BS Verktakar sérhæft sig í bílastæðamálun, vélsópun, malbikun, malbiksviðgerðum og ýmsu viðhaldi umhverfis fjölbýlishús, fyrirtæki og stofnanir. Fyrirtækið býr yfir öflugum tækjakosti á þessum sviðum ásamt mikilli reynslu og verkþekkingu sem tryggja vönduð vinnubrögð í hvívetna.

Bílastæðamálun og bílastæðaskilti

Í næstum þrjá áratugi hafa BS Verktakar boðið fyrirtækjum, bæjarfélögum, húsfélögum og fleiri aðilum upp á málun bílastæða og aðrar skyldar merkingar, t.d. stæði fatlaðra, örvamerkingar, gangbrautamerkingar og bannsvæðamerkingar o.fl. Fyrirtækið býr yfir fullkomnum tækjakosti fyrir þessi verkefni sem ásamt hárréttum efnum tryggja hámarks endingu merkinganna.

Fyrirtækið sér um allar merkingar á bílastæðum hvort sem er bílastæðaskilti eða umferðarskilti.
Það sér einnig um allar merkingar fyrir verktaka á vinnustöðum sem og bílamerkingar fyrir aðra verktaka og aðra.

Malbikun og malbiksviðgerðir

Malbiksskemmdir breiða fljótt úr sér og við það eykst viðgerðarkostnaður. Þess vegna er afar mikilvægt að gert sé við hið fyrsta ef malbikið er farið að skemmast. Göt og holur í malbiki get einnig valdið tjóni á bílum. Þess vegna er mikilvægt að gera við skemmdir í malbiki áður en stærri holur myndast. BS Verktakar bjóða upp á alhliða malbiksviðgerðir, malbikssögun og lagningu nýs malbiks.

BS Verktakar hafa jafnframt tekið í notkun búnað til viðgerða með geislahitun en í sumum tilfellum er sú tækni jafnvel betri en sú hefðbundna. Fulltrúi fyrirtækisins ráðleggur verkkaupa um rétt val á aðferð hverju sinni.

Vélsópun og lóðaumsjón

BS Verktakar bjóða vélsópun á bílaplönum. Boðið er upp á háþrýstiþvott fyrir bílaplön en það er oft nauðsynlegt, sérstaklega þegar plön hafa verið sandborin að vetri.

BS Verktakar sérhæfa sig jafnframt í þrifum og viðhaldi á aðkomusvæðum fyrirtækja og fjölbýlishúsa, t.d. tyggjóhreinsun, veggjakrotshreinsun, þvotti á fasteignum, gluggum og bílageymslum; fjarlægja einnig bílastæðamerkingar og drasl af lóðum.

Í boði eru þjónustusamningar og reglulegt viðhald þar sem hentar.

Ýmiss konar önnur þjónusta er í boði, t.d. kantsteinaviðgerðir og önnur vinna í tengslum við kantsteina, sem og ýmiss konar jarðvinna og garðvinna. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu fyrirtækisins, verktak.is.
BS Verktakar eru til húsa að Ármúla 29, Reykjavík. Símanúmer er 551-4000 og netfang er verktak@verktak.is, frekari upplýsingar á www.verktak.is.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.