Vara við snjóflóðahættu í Súðavíkurhlíð

Súðavíkurhlíð. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Súðavíkurhlíð. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Mynd: Sæþór Atli Gíslason

Snjóflóðahætta er möguleg í Súðavíkurhlíð síðar í dag. Á Vestfjörðum er snjóþekja, hálka. eða þæfingur og þá eru fjallvegir á sunnanverðum Vestfjörðum ófærir og beðið er með mokstur. Einnig er beðið með mokstur í Ísafjarðardjúpi, á Steingrímsjarðarheiði, Þröskuldum. Þetta kemur fram í tilkynningu Vegagerðarinnar.

Á Suðvestur- og Suðurlandi er hálka, snjóþekja eða þæfingur og skafrenningur á flestum leiðum. Þæfingsfærð og skafreningur er frá Hvolsvelli að Þjórsá. Þungfært er á Kjósarskarðsvegi og þá er ófært í Landeyjum og í Fljótshlíð.

Hálkublettir og skafrenningur er á Reykjanesbraut og á Höfuðborgarsvæðinu og hálka og skafrenningur er á Kjalarnesi. Þæfingsfærð er frá Þorlákshöfn að Selvoga. Hálka og skafrenningur er á Suðurstrandarvegi. Þungfært og skafrenningur er á Krýsurvíkurvegi.

Þá eru Hellisheiðin, Þrengsli, Sandskeið, Mosfellsheið og Lyngdalsheiði lokaðar. Þjóðvegur 1 frá Hvolsvelli að Jökulsárlóni er sömueiðis lokaður og sama gildir um Holtavörðuheiði, Brattabrekku, Hólasand og Fróðárheiði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.