Margrét stofnar stjórnmálaflokk sem ætlar að fylgja skoðanakönnunum í einu og öllu

Margrét Friðriksdóttir frumkvöðlafræðingur hefur skipt oft um flokk á undanförnum misserum. Hún bauð sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins árið 2014, svo hefur hún verið í Frelsisflokknum og Flokki fólksins.
Margrét Friðriksdóttir frumkvöðlafræðingur hefur skipt oft um flokk á undanförnum misserum. Hún bauð sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins árið 2014, svo hefur hún verið í Frelsisflokknum og Flokki fólksins.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Athafnakonan Margrét Friðriksdóttir vinnur nú að því að setja á fót stjórnmálaflokkinn Beint lýðræði, flokkur sem ætlar að fylgja skoðanakönnunum í einu og öllu. Þrátt fyrir það verður flokkurinn með stefnuskrá þar sem er meðal annars áhersla á að fækka fóstureyðingum hér á landi.

Margrét sagði í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun að hugsanlegt væri að flokkurinn byði fram í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Markmiðið sé, eins og kemur fram í nafni flokksins, að auka beint lýðræði og fjölga rafrænum kosningum. Flokkurinn mun á næstunni opna heimasíðu þar sem almenningur getur kosið um stefnu flokksins. Margrét segir að það skipti í raun ekki máli hver sé fulltrúi flokksins þar sem viðkomandi þyrfti að fara eftir niðurstöðum skoðanakannananna í einu og öllu. „Það er hluti af hugmyndafræðinni. Við viljum virkja þjóðina og ungt fólk í pólitík. Við erum líka með stefnuskrá sem við eigum eftir að birta.“

Hún er bjartsýn á framboð í vor en ef það tekst ekki þá verði flokkurinn tilbúinn í næstu Alþingiskosningar. „Við erum að leita eftir fólki, við erum í viðræðum við fólk. Þetta tekur tíma.“

Varðandi fóstureyðingar hér á landi segir Margrét þær of margar: „Staðreyndin er sú að margir eru kærulausir og þess vegna er mikið um fóstureyðingar á Íslandi. Við erum að eyða hérna fullri Laugardalshöll af börnum á fimm árum hérna á Íslandi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.