David Lopez sat í súpunni í skáksmyglinu

Greiðsla sendingarinnar rakin til Sunnu Elviru

Liggur lömuð á sjúkrahúsi í Malaga í kjölfar hræðilegs slyss. Samkvæmt heimildum DV var greiðsla sendingar til Íslands, sem reyndist innihalda fíkniefni, rakin til hennar.
Sunna Elvira Þorkelsdóttir Liggur lömuð á sjúkrahúsi í Malaga í kjölfar hræðilegs slyss. Samkvæmt heimildum DV var greiðsla sendingar til Íslands, sem reyndist innihalda fíkniefni, rakin til hennar.

Eitt einkennilegasta sakamál, svokallað skáksmyglsmál, dregst enn á langinn. Í vikunni var Sigurður Kristinsson úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna málsins. Á meðan liggur eiginkona hans, Sunna Elvira Þorkelsdóttir, lömuð á sjúkrahúsi í Malaga-borg. Ástand hennar er slæmt enda fær hún ekki þá umönnun sem hún þarf á að halda. Undanfarna daga hefur verið á dagskrá á að flytja Sunnu Elviru á sérstakt sjúkrahús í Toledo. Um er að ræða tíu tíma erfitt ferðalag enda er Toledo í miðju Spánar, um 350 kílómetra frá Malaga.

Það hefur vakið mikla furðu hjá íslenskum yfirvöldum og aðstandendum Sunnu Elviru að flutningurinn hafi ítrekað verið stöðvaður af spænskum yfirvöldum án skýringa.
Komið hefur fram að málið byrjaði þegar pakki frá Spáni barst til skrifstofu Skáksambands Íslands. Reyndist hann innihalda um átta kílógrömm af fíkniefnum sem falin voru í verðlaunagripum fyrir skák. Samkvæmt heimildum DV kann ástæðan fyrir tregðunni varðandi flutning Sunnu Elviru til Toledo að vera sú að greiðslan fyrir sendinguna var rakin til hennar og hefur hún ekki getað veitt lögregluyfirvöldum skýringar á því.

Samkvæmt heimildum DV barst sendingin frá tilteknu fyrirtæki sem staðsett er í bænum Altea, nærri Alicante. Bærinn er í rúmlega 400 kílómetra fjarlægð frá Malaga. Starfsmaður fyrirtækisins, David Lopez Cobos að nafni, var skráður sendandi. DV hringdi í fyrirtækið en varð að gera sér að góðu að ræða við samstarfsmann Davids sökum slakrar enskukunnáttu þess Davids. Staðfesti starfsmaðurinn að vörurnar hefðu sannarlega farið frá þeim en að í millitíðinni hafi annar aðili, sá er pantaði vörurnar, fengið þær í sína vörslu.

Þá hafi málið greinilega tekið mikið á David og starfsmenn fyrirtækisins sem höfðu flækst inn í rannsókn spænskra og íslenskra lögregluyfirvalda með þessum hætti. Þegar DV óskaði eftir upplýsingum um hver hefði pantað vörurnar þá vísaði starfsmaðurinn á þarlend lögregluyfirvöld og kvaðst ekki geta tjáð sig frekar um málið.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.