Þetta eru fimm ódýrustu fasteignirnar á höfuðborgarsvæðinu

Ljósmynd/Fasteignavefur Vísis.
Ljósmynd/Fasteignavefur Vísis.

Þeir sem vilja kaupa ódýra fasteign á höfuðborgarsvæðinu hafa úr litlu að velja samkvæmt lauslegri úttekt DV.is. Á fasteignavef Vísis standa aðeins fimm íbúðir standa til boða fyrir 20 milljónir eða minna og þar af eru þrjár þeirra ósamþykktar. Lægsta verð á fermetra er tæpar 400 þúsund krónur en það hæsta er hátt í 800 þúsund krónur.

Í fimmta sæti á listanum er 37,9 fermetra ósamþykkt stúdíóíbúð við Njálsgötu í Reykjavík. Fram kemur að íbúðin sé snyrtileg og nýlega standsett og örstutt í sundhöllina og allar samgöngur. Þá er tekið fram að lofthæð í íbúðinni sé lægri en gengur og gerist.Gengið er inn í hol, þaðan til hægri í rúmgóða stofu/svefnherbergi en áfram inn í eldhús og einnig baðherbergi með sturtu. Stór geymsla sér geymsla fylgir íbúðinni og sameiginlegt þvottaherbergi með þvottavél er við hlið íbúðar. Fallegur garður er á baklóð hússins samkvæmt lýsingu og þá er síma- og sjónvarpstengi erí íbúðinni.Kaupverðið er 19,9 milljónir eða 525 þúsund krónur á fermetra.

Ljósmynd/Fasteignavefur Vísis.
Ljósmynd/Fasteignavefur Vísis.

Í fjórða sæti á listanum er 29,2 fm ósamþykkt stúdíóíbúð í kjallara við Hraunteig í 105 Reykjavík Fram kemur í lýsingu að hér sé á ferð „Snotur íbúð sem er mjög vel staðsett miðsvæðis Reykjavík í nánd við Laugardalssundlaug og World Class ásamt annarri fjölbreyttri þjónustu í grendinni.“Eignin skiptist í forstofu, stofu, eldhús og baðherbergi. Gengið er inn í flísalagða forstofu með fatahengi, úr forstofunni er gengið inn í parketlagt alrýmið sem skiptist í stofu og eldhús, á hægri hönd úr eldhúsinu er baðherbergi flísalagt í hólf og gólf með sturtu. Kaupverðið er 18,5 milljónir eða 633 þúsund krónur á fermetra.

Ljósmynd/Fasteignavefur Vísis.
Ljósmynd/Fasteignavefur Vísis.

Í þriðja sæti á listanum er 42,5 fermetra bílskúr sem hefur verið innréttur sem íbúð en eignin er staðsett við Langholtsveg í hverfi 104 í Reykjavík. Fram kemur að eignin þarfnist töluverðrar endurnýjunar en henti afar vel sem einstaklingsíbúð eða til útleigu. Í íbúðinni er stofa með plastparketi á gólfi og gluggum til suðurs og baðherbergi með dúk á gólfi og sturtu. Eldhúsið með flísum á gólfi, eldri innréttingu, tengi fyrir þvottavél og glugga. Herbergi með parketi á gólfi og skáp. Geymsla er við inngang og þá fylgir íbúðinni sérinnangur og aðgangur að þvottahúsi. Kaupverðið er 17,9 milljónir eða 421 þúsund krónur á fermetra.

Ljósmynd/Fasteignavefur Vísis.
Ljósmynd/Fasteignavefur Vísis.

Næstódýrasta fasteignin er 24,9 fermetra ósamþykkta kjallara stúdíóíbúð á við Karlagötu í Reykjavík. Fram kemur í lýsingu að íbúðin sé „falleg og mikið endurnýjuð og hafi verið öll tekin í gegn , skipt hafi verið um glugga, gólfefni, eldhúsinnréttingu og eldhústæki, ofna, vatnslagnir, rafmagnslagnir og baðherbergi endurnýjuð í hólf og gólf. Þá sé stigagangur og þvottahús í sameign er ný tekin í gegn og skipt hafi verið um gólfteppi á stigagangi. Þá fylgir einnig geymsla eigninni. Kaupverðið er 17,5 milljónir eða 702 þúsund krónur á fermetra.

Ljósmynd/Fasteignavefur Vísis.
Ljósmynd/Fasteignavefur Vísis.

Ódýrasta fasteignin sem fannst reyndist vera 21,6 fermetra íbúð á 2.hæð í bakhúsi á Grundarstíg í 101 Reykjavík. Íbúðin var fyrst skráð á vefinn þann 10.desember 2016 og hefur því verið til sölu í tæpa 13 mánuði. Kaupverðið er 16,9 milljónir eða 782 þúsund á fermetra.

Ljósmynd/Fasteignavefur Vísis.
Ljósmynd/Fasteignavefur Vísis.

Meðfylgjandi niðurstöður fengust þegar fasteignavefur Vísis var skoðaður föstudaginn 19. janúar síðastliðinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.