Rúrik leggur fram kæru hjá lögreglu

Mynd: Myndasafn KSÍ

Rúrik Gíslason hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna falskra Snapchat og Tinder reikninga. Í yfirlýsingu Rúriks segir:

„Um helgina var athygli mín vakin á því að búið var að stofna falska Snapchat og Tinder reikninga í mínu nafni.“

Segir Rúrik að myndir hafi verið teknar ófrjálsri hendi og látið líta út fyrir að Rúrik væri stofnandi og notandi reikninganna.

„ Hér er um alvarleg brot að ræða á friðhelgi einkalífs míns og annarra. Vegna alvarleika brotanna fól ég lögmanni mínum þegar í stað að leggja fram kæru hjá lögreglu og hefur það verið gert.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.