Páll er fundinn

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út um klukkan átta í morgun vegna leitar að eldri karlmanni í Árbænum.

Kallaðir voru út leitarflokkar, leitarhundar og sporhundur.

Um 70 björgunarsveitamenn voru komnir út klukkan níu í morgun og leita nú stórt svæði í um 20 hópum.

UPPFÆRT:

Maðurinn, sem heitir Páll, er fundinn heill á húfi. Rumlega 140 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni og notuðust meðal annars við sporhund, leitarhunda, vélhjól, reiðhjól og dróna. 32 björgunarsveitir voru boðaðar út.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.