Þorvaldur fannst látinn í Fossvogsdal í desember: „Ég hef alltaf sagt að hann hafi verið drepinn“

Hafði verið hótað af mönnum úr undirheimum – Móðir vill rannsókn

Þorvaldur villtist ungur af leið niður í undirheimana. Hann gerði tilraunir til að komast út úr myrkrinu og viðbjóðnum en þær báru ekki árangur. Hann hélt þó góðu sambandi við fjölskyldu og vini sem lýsa honum sem góðhjörtuðum manni með stórt hjarta. Þorvaldur var á leið til Spánar þann 13. desember. Daginn fyrir ferðina fannst hann látinn, aðeins 35 ára að aldri.

Líkið fannst í Fossvogsdal um klukkan fjögur síðdegis þann 12. desember. Í fyrstu fréttum var sagt að rannsókn stæði yfir til að skera úr um hvort um slys hefði verið að ræða en samkvæmt lögreglu benti ekkert til að neitt saknæmt hefði átt sér stað. Móðir Þorvaldar, Kristín Guðmundsdóttir, og aðstandendur eru hrædd um að Þorvaldi hafi verið ráðinn bani. Á líkinu hafi verið áverkar og Þorvaldur sætt hótunum dagana fyrir andlátið. Lögregla hélt sig enn við þá niðurstöðu að ekkert saknæmt hefði átt sér stað þegar DV leitaði viðbragða.

Kristín segist hafa fengið mjög mismunandi svör frá lögreglu um hvernig Þorvaldur fannst. „Lögregla sagði okkur fyrst að höfuðáverkar bentu til að hann hefði dottið aftur fyrir sig. Og hann væri með stungusár víða um líkamann, en ekki eftir hníf. Daginn eftir fengum við að sjá hann, þá spurðum við út í áverka á andliti, hálsi og meira. Svarið þá var að hann hefði legið á grúfu,“ segir Kristín.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.