Lalli Johns lifir: Edrú í fjögur ár en dreymir stundum um partí

Lalla hefur ekki langað í vín svo árum skiptir.
Laus við brennivínið Lalla hefur ekki langað í vín svo árum skiptir.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Lalli Johns látinn. Lalli Johns dáinn. Þetta eru tvær uppástungur sem leitarforritið Google stingur upp á ef slegið er inn nafn eins frægasta glæpamanns Íslandssögunnar. Það er ljóst á leitarforritinu að Íslendingar hafa áhuga á að vita hvar Lalli er niðurkominn. Hann sló í gegn í heimildamynd Þorfinns Guðnasonar og heillaði þjóðina. Í kjölfarið varð hann landsþekktur. En Lárus Björn Svavarsson, betur þekktur sem Lalli, er ekki dáinn. Hann er í fullu fjöri, orðinn 67 ára löggilt gamalmenni sem hefur ekki bragðað dropa af áfengi síðustu fjögur árin. Hann er búsettur á áfangaheimili þar sem hann hefur það bærilegt.

Blaðamaður DV hitti Lalla á heimili systur hans, Rósu Ólafar Ólafíudóttur, en hún hefur verið stoð hans og stytta í baráttu hans við Bakkus. Lalli gerir ekki ýkja mikið úr freistingum vínsins en segist þó oft dreyma að hann sé staddur í trylltu samkvæmi. Þá fer hann í göngutúr til að losa sig við djammdrauma næturinnar.

„Ég finn alveg breytingu síðan ég hætti þessu vínrugli. Mér hefur liðið mun betur,“ segir Lalli en viðurkennir að stöku sinnum finni hann til söknuðar þegar hann hugsi til baka. „Mig dreymir oft eitthvert partírugl. Ég vakna oft á nóttunni við það að mér finnst ég vera í glymjandi partíi en er samt bara í tómu rúmi. Jú, jú, oft er mér hugsað til gamla lífsins. Stundum hef ég vaknað á morgnana við draumana, þá farið á fætur og fengið mér göngutúr. Ég hef reynt að fylgja reglum hússins svo þeir hafi ekkert á mig. Ég reyni að vera einu skrefi á undan þeim,“ segir Lalli og hlær.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.