Hanna: „Það var alveg búið að opna dyrnar þegar ég varð ástfangin af konu“

„Ragnhildur er eina konan sem ég hef verið með og ég hef verið mjög lánsöm, því ég hef aldrei orðið fundið fyrir neinum fordómum. Það var alveg búið að opna dyrnar þegar ég varð ástfangin af konu. Það sem var eftir voru lokahnykkir með lagasetningar. Það er það sem aðrir hópar undir þessari hinsegin-regnhlíf eru að glíma við í dag, eins og trans fólk.“

Þetta segir Hanna Katrín Friðriksson í viðtali við Fréttablaðið í dag. Hanna situr á þingi fyrir Viðreisn og er eini samkynhneigði þingmaðurinn. Eiginkona hennar er Ragnhildur Sverrisdóttir en þær felldu hugi saman á ritstjórn Morgunblaðsins í kringum 1993.

Í viðtalinu ræða Hanna og Ragnhildur meðal annars um hvað margt hefur breyst til batnaðar í réttindamálum og viðhorfum til samkynheigðra á Íslandi á undanförnum áratugum. Viðtalið er jafnframt hluti af ítarlegri umfjöllun blaðsins um réttindi hinsegin fólks í tilefni Hinsegin daga.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.