Alþingismaður spyr um vopnaða öryggisverði í Ísrael-flugi WOW air: Öryggiskröfurnar trúnaðarmál

Smári McCarthy ætlar að senda fyrirspurn til utanríkisráðuneytisins

„Ég veit ekki betur en að enn séu í gildi reglur um að tveir vopnaðir sérsveitarmenn frá Ísrael séu um borð í hverri vél sem flýgur til Tel Aviv. Hvernig virkar það hjá WOW air ?,“ spyr alþingismaðurinn Gunnar Hrafn Jónsson á Facebook-síðu sinni og deilir frétt um að flugfélag Skúla Mogensen sé byrjað að fljúga til ísraelsku borgarinnar Tel Aviv.

Alþingismaðurinn Smára McCarthy leggur orð í belg í umræðunni og kveðst ætla að senda fyrirspurn til utanríkisráðuneytisins til þess að fá upplýsingar um öryggisráðstafanir íslenskra flugfélaga.

DV óskaði eftir svörum frá WOW air vegna málsins. „Þessar fullyrðingar eiga ekki við rök að styðjast. Þær öryggiskröfur sem gerðar eru af stjórnvöldum til flugfélaga eru trúnaðarmál sem okkur er ekki heimilt að deila, öryggisins vegna. En við getum þó sagt að þær eru hvorki óeðlilegar né öfgafullar eins og gefið er í skyn, segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air í skriflegu svari til DV.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.