Ingibjörg sópar til sín hlutum í Högum

Bætt við sig fimm milljónum hluta á á hálfu ári – SM Investments orðið 19. stærsti hluthafinn

Ingibjörg Pálmadóttir og eiginmaður hennar, Jón Ásgeir Jóhannesson, eiga sterkar rætur í bæði Hagkaupum og Bónus, flaggskipum Haga hf.
Bætir sífellt við sig Ingibjörg Pálmadóttir og eiginmaður hennar, Jón Ásgeir Jóhannesson, eiga sterkar rætur í bæði Hagkaupum og Bónus, flaggskipum Haga hf.
Mynd: Samsett mynd: DV

SM Investments ehf., félag í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, hefur á undanförnum mánuðum sópað til sín milljónum hluta í verslunarrisanum Högum. Félagið á nú 16 milljónir hluta í Högum og er nítjándi stærsti hluthafinn í Högum sem á dögunum birti ársuppgjör sitt þar sem greint var frá ríflega fjögurra milljarða króna hagnaði. Sem kunnugt er voru Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður Ingibjargar, og fjölskylda hans aðaleigendur Haga, sem rekur meðal annars verslanir Bónuss og Hagkaupa, fyrir hrun. Fjölskylda Ingibjargar stofnaði Hagkaup á sínum tíma en fjölskylda Jóns Ásgeirs Bónus.

Með uppkaupum SM Investments á hlutum í Högum, sem Arion banki yfirtók þegar hann tók yfir félagið 1998 ehf. eftir hrun, má segja að Ingibjörg og Jón Ásgeir séu hægt og bítandi að boða endurkomu sína til áhrifa innan félagsins sem hefur að geyma arfleifð fjölskyldna þeirra.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.