Erlendir ferðamenn farnir að halda að sér höndum

Ferðaþjónustan og verslanir finna fyrir breyttri kauphegðun vegna styrkingar krónunnar – „Engin glóra“ í hækkun virðisaukaskatts

Fyrirtæki í ferðaþjónustu finna fyrir því að erlendir ferðamenn eru farnir að halda að sér höndum og sækja í ódýrari vörur og þjónustu. Krónan hefur styrkst mikið að undanförnu og virðist ekkert lát þar á.
Hættir að splæsa Fyrirtæki í ferðaþjónustu finna fyrir því að erlendir ferðamenn eru farnir að halda að sér höndum og sækja í ódýrari vörur og þjónustu. Krónan hefur styrkst mikið að undanförnu og virðist ekkert lát þar á.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Vísbendingar eru um að erlendir ferðamenn haldi að sér höndum og eyði minna en áður meðan á dvöl þeirra hér á landi stendur. Innan ferðaþjónustunnar er um fátt annað talað þessa dagana þar sem fyrirtæki eru í vaxandi mæli farin að finna fyrir þessu. Í kjölfar verulegrar styrkingar krónunnar að undanförnu eru ferðamenn farnir að stytta ferðir sínar, sækja í ódýrari afþreyingu og splæsa síður í dýrari vörur, enda fá þeir nú flestir minna fyrir erlenda gjaldeyrinn sinn en áður. Innan ferðaþjónustunnar og verslana sem eiga mikið undir viðskiptum við erlenda ferðamenn hafa menn skiljanlega áhyggjur af þessari þróun á kauphegðun þeirra, eftir gósentíð síðustu ára.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.