41 ökumaður á von á sekt

Mynd: Shutterstock

Brot 38 ökumanna voru mynduð á Kaplaskjólsvegi í Reykjavík á miðvikudag. Fylgst var með ökutækjum sem ekið var Kaplaskjólsveg í suðurátt, á móts við Kaplaskjólsveg 67.

Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 82 ökutæki þessa akstursleið og því ók hátt í meirihluti ökumanna, eða 46 prósent, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 44 kílómetrar á klukkustund en þarna er 30 kílómetra hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 54 kílómetra hraða.

Þá voru brot þriggja ökumanna til viðbótar mynduð á Nesjavallaleið á miðvikudag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Nesjavallaleið í austurátt.

Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 11 ökutæki þessa akstursleið og því var ekki mikil umferð á þessum tíma. Hinir brotlegu mældust á 83 (2) og 95 kílómetra hraða, en þarna er 70 kílómetra hámarkshraði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.