130 þúsund krónum fátækari

Tekinn á 147 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar

Allmargir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Í dagbók lögreglu kemur fram að sá sem hraðast ók hafi mælst á 147 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund.

Brotið er honum dýrkeypt því hans bíður 130.000 króna sekt, svipting ökuleyfis í einn mánuð og þrír refsipunktar í ökuferilsskrá.

Þá voru nokkrir ökumenn staðnir að því að virða ekki gangbrautarrétt, tala í síma án handfrjáls búnaðar eða aka án þess að spenna öryggisbelti. Einn ók sviptur ökuréttindum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.