Aldraðir og öryrkjar fá ókeypis garðslátt

Aldraðir og öryrkjar í sveitarfélaginu Garði fá ókeypis garðslátt á lóðum sínum. Þetta kemur fram á Víkurfréttum. Ungmenni í sveitarfélaginu munu sjá um að slá garðana og hefst átakið í byrjun júní.

Garðarnir verða slegnir minnst tvisvar yfir sumarið en mest fjórum sinnum. Til að nýta sér þetta tilboð þarf að hafa samband við bæjarskrifstofuna fyrir 9. júní.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.