Hildur kom að manninum sem framdi sjálfsvíg: „Ég sá á augunum að þetta var búið“

Karlmaður framdi sjálfsvíg á miðvikudaginn - „Hátún er biðsalur dauðans,“ segir íbúi og vinur hins látna

Rétt fyrir miðnætti á miðvikudaginn framdi íbúi í blokkum Öryrkjabandalagsins við Hátún sjálfsvíg með því að henda sér út um glugga af einni af efstu hæðum hússins. Maðurinn var rétt rúmlega fimmtugur. Að sögn Júlíusar Þórðarsonar, íbúa í blokkunum og vinar mannsins, er þetta fimmti íbúinn sem hann þekkti persónulega sem sviptir sig lífi á þennan hátt frá því að hann flutti í blokkina árið 2001. Hann segist hafa orðið vitni að þeim flestum. „Hátún er biðsalur dauðans,“ segir Júlíus.

Júlíus segist hafa orðið vitni af fimm sjálfsvígum síðan hann flutti í blokkina. Á árunum 1997 til 2008 sviptu níu manns sig lífi í blokkunum.
Tíð sjálfsvíg Júlíus segist hafa orðið vitni af fimm sjálfsvígum síðan hann flutti í blokkina. Á árunum 1997 til 2008 sviptu níu manns sig lífi í blokkunum.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Júlíus lýsir manninum sem lést á miðvikudaginn sem góðum manni sem öllum líkaði vel við. Hann hafi verið rólegur í fasi en skarpgáfaður. Júlíus segir að hann hafi haft mikinn áhuga á skák og verið sterkur skákmaður.

Hildur Hjálmarsdóttir, íbúi á jarðhæð í blokkunum, kom að manninum en hann féll niður beint fyrir utan svefnherbergi hennar. Hún segist ekki hafa hætt að skjálfa þegar hún ræddi við blaðamann DV daginn eftir. Blóðsletta á verönd hennar hafði enn ekki verið þrifin.

Leo J. W. Ingason missti son sinn, Gunnar Leó Leosson, árið 2007 með þessum hætti en hann var nýfluttur í blokkirnar. Öll eru þau sammála um að ábyrgð stjórnvalda sé mikil.

DV óskaði eftir viðtali við Björn Arnar Magnússon, framkvæmdastjóra Brynju – Hússjóðs Öryrkjabandalagsins, sem á og rekur íbúðirnar í Hátúni 10, en ekki náðist í hann, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. „Hátúnið, og íbúarnir þar, hefur verið mér hugleikið, enda sagði ég af mér formennsku í ÖBÍ vegna andstöðu Hússjóðsins við róttækar umbætur,“ sagði Sigursteinn Másson, fyrrverandi formaður Öryrkjabandalagsins og Geðhjálpar, í samtali við DV.

„Ég vil aldrei heyra þetta hljóð aftur“

Hildur kom að manninum rétt fyrir miðnætti á miðvikudaginn. „Þetta er bara hryllingur,“ segir Hildur.
Nágrannar Hildur kom að manninum rétt fyrir miðnætti á miðvikudaginn. „Þetta er bara hryllingur,“ segir Hildur.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Rétt fyrir miðnætti á miðvikudaginn framdi íbúi í blokkum Öryrkjabandalagsins við Hátún sjálfsvíg með því að henda sér út um glugga af einni af efstu hæðum hússins. Hildur Hjálmarsdóttir, íbúi á jarðhæð í blokkunum, kom að manninum en hann féll niður beint fyrir utan svefnherbergi hennar. Hún segist ekki hafa hætt að skjálfa þegar hún ræddi við blaðamann DV daginn eftir. Blóðsletta á verönd hennar hafði enn ekki verið þrifin.

Það var um ellefuleytið á miðvikudagskvöld, þegar Hildur var í tölvunni, að hún heyrir þungt högg fyrir utan. Hún leit út og sá að vinur hennar lá í blóði sínu fyrir utan á veröndinni. „Hann lá með hendurnar frá sér. Ég reyndi að hringja í 112 en ég skalf svo mikið að ég gat það varla. Ég fór svo strax út til hans og sagði honum að hjálp væri á leiðinni en ég sá á augunum að þetta var búið,“ segir Hildur.

Hún segist vilja skipta um hellurnar og láta grasleggja fyrir utan íbúðina sína þar sem hún búist allt eins við því að þetta muni endurtaka sig. „Ég vil aldrei heyra þetta hljóð aftur,“ segir Hildur.

Þetta er hluti af ítarlegri grein um skelfilegt ástand í Hátúni

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.