Myndband þegar dæmdur nauðgari ætlaði að hitta Sigrúnu Ósk 14 ára

Tugir á eftir tálbeitu - DV hitti níðingana - Ein röng vinabeiðni og barnið þitt getur lent í hættu

Anthony Lee Bellere er dæmdur nauðgari. Hann er einn af fjölmörgum karlmönnum sem reyndu að misnota tálbeitu DV. Anthony taldi að tálbeita DV væri fyrst 16 ára svo 14 ára. DV hóf fyrir nokkrum mánuðum tilraun á Facebook og bjó til síðu fyrir táningsstúlku til að sjá hvað gerist ef vingast er við ranga aðila. Anthony er hættulegur maður sem þarf á aðstoð að halda

Sjá einnig: Níðingar á eftir Sigrúnu: Skólabílstjóri, Nauðgari, og fleiri karlmenn vildu Sigrúnu Ósk í heimsókn

Anthony er 51 árs, býr rétt hjá Ingólfstorgi, keyrir um á rafmagnsvespum og tínir dósir um helgar í miðborginni.

Anthony Lee Bellere sendi skilaboð á Sigrúnu Ósk 26. júlí.. Árið 2008 var hann dæmdur í 4 ára fangelsi fyrir alvarleg kynferðisbrot gegn þremur stúlkum á árunum 2005-2006. Þá voru stúlkurnar tólf til sextán ára. Hæstiréttur Íslands þyngdi dóminn í fimm ár. Brotin eiga það öll sameiginlegt að hafa byrjað á netinu. Anthony Lee Bellere er síbrotamaður og samkvæmt dómi Hæstaréttar 2008 sýndi hann einbeittan brotavilja. Hann gerir það enn.

Það sem er ámælisvert og alvarlegt er að Anthony hefur aldrei fengið aðstoð eða reynt að vinna í hans málum. Anthony átti erfiða æsku og dvaldi meðal annars í Breiðuvík. Ljóst er að yfirvöld og ríkið hefðu átt að grípa inn í hans mál fyrir margt löngu og þannig reyna koma í veg fyrir að hann myndi misnota börn. Eftir að Anthony losnaði úr fangelsi fyrir að misnota unglingsstelpur gróflega hefur hann ekki fengið nokkra aðstoð. Þannig mætti segja að fangelsi á Íslandi eru aðeins geymslur fyrir kynferðisbrotamenn. Ekkert er unnið í þeirra málum og þeir koma ekki bættari úr fangelsi, heldur verri. Með þessu er greinarhöfundar ekki að varpa ábyrgðinni á gjörðum Anthony yfir á fangelsismálastofnum eða stjórnvöld, en að sama skapi telja höfundar að það sé ábyrgð stjórnvalda að hjálpa kynferðisbrotamönnum, fá þá til að taka ábyrgð á glæpum sínum, veita þeim sálræna aðstoð og reyna koma í veg fyrir að þeir brjóti á fleiri börnum. Það er ekki gert og því eru fangelsi geymslur og tímabundin lausn.

Taldi að Sigrún væri 14

Anthony taldi fyrst að Sigrún væri 16 ára. Seinna átti hún eftir að greina honum frá því að hún væri 14 ára. Það varð ekki til þess að hann hætti samskiptum, hann varð bara ágengari. Hann hótaði Sigrúnu ítrekað sjálfsmorði ef hún kæmi ekki heim til hans. Aðferð sem hann hafði notað áður í fyrri brotum.

Anthony var í samskiptum við Sigrúnu frá 26. júlí til 5. október. Yfir þann tíma sendi hann ógrynni af ógeðslegum og klámfengnum skilaboðum. Hann var sífellt að biðja um myndir af brjóstum Sigrúnar og spurja hana hvort hann mætti „fá hana,“ „setja hann inn í hana,“ og gera fleiri kynferðislega hluti við hana.

Þá reyndi Anthony að fá Sigrúnu til að hitta sig með því að hóta ítrekað sjálfsmorði.

Anthony fékk símanúmerið hjá Sigrúnu 8. ágúst og sendi fyrsta sms-ið 9. ágúst. Sigrún svaraði ekki á Facebook né sms 9. ágúst.

Sjá einnig:Myndband þegar skólabílstjóri kemur að hitta Sigrúnu Ósk 16 ára: Reyndi að fá hana í heimsókn

Sigrún og Anthony hittast á Ingólfstorgi

Ingólfstorgi ok. – Við ríðum já eða nei? – Við ríðum á morgun já eða nei?

Sigrún og Anthony ákváðu að hittast á Ingólfstorgi klukkan 13:00 fimmtudaginn 5. október. Anthony býr þar rétt hjá en hann býr enn í sama húsnæði þar sem hann nauðgaði tveimur stúlkum.

Um morguninn áður en Sigrún og Anthony hittust sendi hann fjölda skilaboða til að tryggja að hún ætlaði örugglega að mæta. Hann spurði Sigrúnu hvort hann mætti „raka á þér píkuna“ og „brunda inn í þig.“

Guðrún Ósk blaðamaður DV var í hlutverki Sigrúnar og var með falda myndavél. Kristjón Kormákur ritstjóri DV var nokkrum metrum frá og hinum megin við torgið var Sigtryggur ljósmyndari.

Hér að neðan má sjá myndband frá því þegar Kristjón og Guðrún hittu Anthony Lee Bellere. Smelltu á CC til að fá texta á myndbandið.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.