Myndband þegar skólabílstjóri kemur að hitta Sigrúnu Ósk 16 ára: Reyndi að fá hana í heimsókn

Tugir á eftir tálbeitu - DV hitti níðingana - Ein röng vinabeiðni og barnið þitt getur lent í hættu

Skólabílstjóri á höfuðborgarsvæðinu er einn af fjölmörgum karlmönnum sem reyndu að misnota tálbeitu DV. Tálbeita DV var stúlka sem var oftast á aldrinum 14 ára. Skólabílstjórinn taldi að hún væri 16 ára og hefði lokið grunnskóla í vor. DV hóf fyrir nokkrum mánuðum tilraun á Facebook og bjó til síðu fyrir táningsstúlku til að sjá hvað gerist ef vingast er við ranga aðila.

Sjá einnig: Níðingar á eftir Sigrúnu: Skólabílstjóri, Nauðgari, og fleiri karlmenn vildu Sigrúnu Ósk í heimsókn

Tálbeita DV var stúlka að nafni Sigrún Ósk. Hún var á aldrinum 14-16 ára. Sigrún sendi honum vinabeiðni á Facebook 26. júlí, sem hann samþykkti og taldi strax að Sigrún væri vændiskona. Hún greindi honum frá því að svo væri ekki og hún væri nýbúin að ljúka grunnskóla. Sigrún sagði að hún hefði verið að búa til nýja Facebook-síðu og verið að óska eftir vinskap við þá sem voru á þeirri gömlu og hefði talið að hann hefði verið einn af vinum hennar þar. Skólabílstjórinn fékk þar með tækifæri til að segja takk og bless. Í stað þess að leiðrétta þann misskilning leið ekki á löngu þar til að hann falaðist eftir nektarmyndum af henni, vildi síðan hitta hana og kaupa af henni kynlíf.

Bauð pening fyrir nektarmyndir

Sigrún og skólabílstjórinn voru aðeins búin að ræða í stutta stund á Facebook þegar hann spurði hana skyndilega hvaða áhuga hún hefði á kynlífi. Sigrún sagðist hafa litla reynslu á kynlífi.

„Hvað mundir þú segja ef ég býð greiðslu fyrir nektarmyndir af þér“ Sigrún svaraði að henni hefði verið kennt að senda aldrei af sér nektarmyndir. Sigrún spurði skólabílstjórann hvað hann væri að borga unglingum fyrir nektarmyndir.

. „7500 alsnakin. 10.000 fyrir putta í píkuna. Legg inn á reikninginn þinn. Þú sendir myndir á e-mailið mitt. Fullum trúnaði veitt og ég vænti þess sama frá þér. Ég vil enga vitleysu eða rugl. [...]Mundir þú þora að hitta mig fyrir 150 dollara?“ Bílstjórinn spurði svo hvort Sigrún væri á pillunni. Hún svaraði játandi. „Flott. Eigum við að prófa þetta núna.“

Trekantur með vændiskonu

„Hefur þú prófað dildo eða titrara?“

Næstu mánuðina til 4. október voru skólabílstjórinn og Sigrún í sambandi á Facebook og í gegnum síma. Hann var ítrekað að biðja um nektarmyndir af henni og bjóðast til að greiða henni fyrir kynlíf. Hann sagði henni frá vændiskonu sem væri tilbúin að fara í trekant með þeim og kenna Sigrúnu ýmislegt.

„Ég borga þér 20 ef þú vilt fara alla leið. [...] Hún var model. Þú færð að putta hana og sleikja píkuna og leika við brjóstin. Svo gerir hún eitthvað spennandi við þig líka. Og ég ríð ykkur báðum. Ertu ekki að hitna svolítið. Farin að blotna smá við tilhugsunina,“ sagði bílstjórinn.

Sigrún hittir skólabílstjórann

Ég er til í að borga þér 20 ef þú ferð alla leið, annars 15. En ef þú treystir þér ekki að gera neitt skal ég samt láta þig fá eitthvað smá.

Sigrún og skólabílstjórinn mæltu sér mót á höfuðborgarsvæðinu. Sigrún hafði sagt honum að hún vildi spjalla við hann aðeins áður en hún færi með honum inn í bíl. Þau ætluðu síðan að fara út að borða á veitingastað í Vesturbænum og svo heim til bílstjórans. Hann ætlaði að greiða henni 15 þúsund krónur fyrir að stunda kynlíf með sér.

Guðrún Ósk blaðamaður var tálbeita DV og með falda myndavél. Kristjón Kormákur ritstjóri DV.IS sat í bíl rétt hjá og Sigtryggur ljósmyndari var í felum vopnaður myndavél. Skólabílstjórinn mætti á svæðið og heilsaði Sigrúnu. Þau spjölluðu aðeins saman og Sigrún sagðist vera smá stressuð.

Kristjón Kormákur kom á svæðið og sagði skólabílstjóranum frá gangi máli. Kristjón og Guðrún ræddu við skólabílstjórann í hálftíma og kom meðal annars fram að skólabílstjórinn hefur áður hitt 14 ára stelpu sem hann kynntist í gegnum netið.

Hér að neðan má sjá myndband frá því þegar Kristjón og Guðrún hittu skólabílstjórann:

Til að virkja textann með myndbandinu ýtið á CC í spilaranum.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.