Horfir á börn á Glerártorgi og fer svo út í Kjarnaskóg að snerta sig: „Viltu vera vinkona mín?“

Tugir á eftir tálbeitu - DV hitti níðingana - Ein röng vinabeiðni og barnið þitt getur lent í hættu

Rúmlega fimmtugur karlmaður sem starfar hjá fyrirtæki fyrir norðan er einn af þeim fjölmörgu karlmönnum sem reyndu að táldraga tálbeitu DV. Tálbeita DV var stúlka sem var oftast 14 ára. DV ákvað að bregða sér í gervi táningsstúlku með Facebook-síðu og upplifa og sjá hvað gerist ef vingast er við ranga aðila. Niðurstaða DV eftir þessa nokkurra mánaða tilraun er að ein röng vinabeiðni eða samþykki ókunnugra „vina“ geti leitt börn og unglinga í stórhættu.

Sjá einnig: Níðingar á eftir Sigrúnu: Skólabílstjóri, Nauðgari, og fleiri karlmenn vildu Sigrúnu Ósk í heimsókn

Kristjón tók mynd af Guðrúnu Ósk fyrir utan BUGL. Þarna er Guðrún í hlutverki tálbeitunnar Sigrúnar. Myndin var sett á Facebook-síðu Sigrúnar. Var Sigrún Ósk ósátt við að vera lokuð inni á BUGL og fagnaði að vera loks laus. Fékk hún skilaboð frá karlmönnum sem byrjuðu á að sína hluttekningu en óskuðu svo eftir nektarmyndum og vændi.
Kveðja BUGL Kristjón tók mynd af Guðrúnu Ósk fyrir utan BUGL. Þarna er Guðrún í hlutverki tálbeitunnar Sigrúnar. Myndin var sett á Facebook-síðu Sigrúnar. Var Sigrún Ósk ósátt við að vera lokuð inni á BUGL og fagnaði að vera loks laus. Fékk hún skilaboð frá karlmönnum sem byrjuðu á að sína hluttekningu en óskuðu svo eftir nektarmyndum og vændi.

Niðurstaða á þessari tilraun DV er merkileg en fyrst og fremst sorgleg. Hún staðfestir að börn og unglingar geta lent í stórhættu ef þau óska eftir vinskap við fólk sem þau þekkja ekki sem og samþykkja vinabeiðnir frá ókunnugum. Facebook er þannig gert að það stingur upp á vinskap við sameiginlega vini. Þá fylgjast menn sem eru í vændis- og kynlífshópum með hverja aðrir í þeim hópum eiga sem vini. DV hóf samskipti aldrei að fyrrabragði og gaf jafnframt karlmönnum tækifæri til að hætta við með því að segja svo dæmi sé tekið að Sigrún hefði vingast við þá fyrir misskilning og talið að þeir væru á gömlu Facebook-síðuni hennar sem var hökkuð.

Tálbeita DV fékk nafnið Sigrún Ósk og var hún einnig með símanúmer. Guðrún Ósk Guðjónsdóttir blaðakona var með símann á sér öllum stundum og átti mörg samtöl við menn sem vildu níðast á tálbeitu DV. DV hefur áður greint frá samskiptum Sigrúnar við skólabílstjóra og dæmdan nauðgara. Karlmaður á Akureyri hafði samband við Sigrúnu. Hann er giftur og á tvö börn og með margar myndir af fjölskyldu sinni sem hann kveðst elska.

Maðurinn er búsettur á Akureyri og viðurkenndi fyrir Sigrúnu að hann horfir á ungar stúlkur, allt að ellefu ára stelpur, á Glerártorgi. Hann sagðist einnig „rúnka sér“ stundum eftir að horfa á ungar stúlkur, stundum gerði hann það í Kjarnaskógi.

Maðurinn hafði ítrekað samskipti við Sigrúnu að fyrra bragði og einum tímapunkti sleit hún þeim alveg. Alltaf hóf maðurinn þó samskipti aftur og varð grófari eftir því sem tíminn leið.

31. júlí

Langar að hitta þig.
Karlmaður á Akureyri Langar að hitta þig.

Maðurinn sendi skilaboð og spurði hvort Sigrún vildi spjalla. Sigrún spurði hvort hún þekkti hann og hann svaraði að það héldi hann ekki. Maðurinn spurði hvar Sigrún væri að vinna og síðan fjaraði spjallið út.

Hann sendi Sigrúnu skilaboð 1. og 5. ágúst. Þar greindi Sigrún frá því að hún væri aðeins 14 ára.

„Ég er bara 14, ég ræð aldrei neinu lol. – þú byrjaðir að hafa samband við mig hehe.“

Maðurinn sagði hafa fundið Sigrúnu á vissri síðu. Sagðist hann langa til að eiga leyndarmál.

„Já ég bara þori ekki að segja það,“ sagði maðurinn.

„Ok, þú þarft þess ekki. Ef þig langar að segja það lofa ég að segja engum en þetta er þitt leyndarmál hehe“

„Mmmm mmm ok. – Langar að spjalla við ungar“

Bætti maðurinn svo við að það kveikti í honum losta að horfa á ungar stúlkur í þröngum íþróttafötum. Bætti hann svo við að hann hefði daðrað við stúlkur á netinu en ekki látið verða að því að hitta neina. En langaði til þess.

„Ég er til í ýmislegt. En þú?“

„Ég veit ekki ég hef bara att einn kærasta – og bara sofið hjá smá“

Maðurinn svaraði: „Mmmm mmm ok – Ég væri til að hitta þig.“

Þá sagðist maðurinn vilja sjá á henni brjóstin.

Sigrún svaraði: „Er pínu feimin við þetta sorry“

Maðurinn sagði að það væri allt í góðu og honum finnst spennandi að tala við Sigrúnu. Hann sagðist fá fiðring við að spjalla við hana. Hann spurði síðan hvort Sigrún væri að „fikta“ og „strjúka“ sér. Sigrún svaraði „kannski smá,“ en „bara lærið eða eitthvað.“

Maðurinn sagðist vera að snerta sig og væri „með hann harðan núna.“

Maðurinn trúði svo Sigrúnu fyrir því að hann ætti konu og tvö uppkomin börn. Samkvæmt heimildum DV þykir maðurinn góður starfskraftur og koma vel fyrir í því samfélagi sem hann býr í. Sigrún svaraði svo ekki næstu sjö skilaboðum til 10. ágúst. Þá sendi maðurinn mynd af skrifstofu sinni.

„Það væri gaman að hafa þig hér núna,“ sagði maðurinn svo.

„Flott skrifstofa“

„Takk fyrir það – Ertu ein núna“

„ja“

„Ok ég er með fiðring núna en þú“

„hvernig fiðring?“

„Fékk standpínu við að spjalla við þig – Finnst þér það skrýtið“

„lol pinu en....“

„En þú“

„er ekki með typpi hehe“

„Nei ég veit það – Ég er að strjúka en þú – Ég mundi vilja strjúka þér – Viltu vera vinkona mín?“

Sigrún svaraði ekki síðustu skilaboðunum. Maðurinn sendi henni skilaboð daginn eftir þar sem hann heilsaði og spurði hvað hún sagði gott. Hann bað síðan um mynd af Sigrúnu en Sigrún sagðist ætla að hugsa málið. Lítið var um samskipti frá 14. ágúst til 25. ágúst. Þann 25. ágúst sagði maðurinn að hann vildi hitta Sigrúnu. „Langar að hitta þig“. Þá spurði Sigrún hvort hún væri ekki of ung: „finnst þér ég ekki of ung? ég hef bara att einn kærasta... er frekar feimin xD“ Maðurinn svaraði neitandi. Sigrún sagðist þurfa að fara og kvaddi.

Lítið var um samskipti frá 26. ágúst til 3. september annað en maðurinn sendi nokkur skilaboð sem Sigrún svaraði stundum.

„Af hverju viltu spjalla við mig?“ spurði maðurinn

„Tu ert alltaf að spjalla við mig,“ svaraði Sigrún.

„Ok ég get alveg hætt því“

„Kannski er tad betra – ég er ung og veit litið um tig og tu att konu og sona“

Ekkert heyrðist í manninum frá 3. september til 29. september. Hann sendi skilaboð föstudaginn 29. september þar sem hann sagðist vilja spjalla áfram við Sigrúnu. Sagðist hann vilja vera vinur hennar.

Sjá einnig:Myndband þegar skólabílstjóri kemur að hitta Sigrúnu Ósk 16 ára: Reyndi að fá hana í heimsókn

2. október

Maðurinn spurði Sigrúnu hvort hún væri í skólanum sem hún svaraði neitandi. Hún spurði hann hvort hann væri að vinna sem hann svaraði játandi. Aftur spurði maðurinn Sigrúnu hvort hún vildi vera vinkona hans sem hún svaraði: „jaja.“. Sagðist maðurinn vilja fara með Sigrúnu á rúntinn, kyssa hana, strjúka brjóst og koma við kynfæri hennar.

Setti sig ítrekað í samband við Sigrúnu
Karlmaður á Akureyri Setti sig ítrekað í samband við Sigrúnu

„Kannski finnst ter ég ekkert of ung?“

„Nei.“

„hefurðu verið með svona ungum stelpum áður?“

„Nei. Þetta er okkar leyndarmál ok og það sér enginn hvað við erum að spjalla um er það ekki?“

„Finnst þér ungar stelpur svona heitar??“ Spurði Sigrún.

„Já. Ég horfi á ungar stúlkur,“ sagði maðurinn. „Þú ert heit.“

„Takk. Hvar horfirðu á ungar stelpur?“

„Glerártorgi“ svaraði maðurinn.

„ég var alltaf ad versla tar lol xd – en hversu ungar? hvað er of ungt?“

„Ok 11 ára.“

Þetta sagði karlmaður sem hefur viðurkent að horfa á 11 til 14 ára börn á Glerártorgi á Akureyri. Maðurinn sendi tálbeitu DV mynd af skrifstofu sinni. Maðurinn er tveggja barna faðir. Hann hafði ítrekað samband við Sigrúnu Ósk og talaði við hana á klámfenginn hátt. Hann greindi frá því að hann langaði að hitta hana. Hann spurði: „Viltu ríða?“
„Það væri gaman að hafa þig hér núna,“ Þetta sagði karlmaður sem hefur viðurkent að horfa á 11 til 14 ára börn á Glerártorgi á Akureyri. Maðurinn sendi tálbeitu DV mynd af skrifstofu sinni. Maðurinn er tveggja barna faðir. Hann hafði ítrekað samband við Sigrúnu Ósk og talaði við hana á klámfenginn hátt. Hann greindi frá því að hann langaði að hitta hana. Hann spurði: „Viltu ríða?“

Sigrún svaraði ekki skilaboðunum og seinna um kvöldið sendi hann: „Áttu ekki mikið af vinkonum hér,“ og er þá að tala um á Akureyri. „Ég er að vinna núna en langar samt að hitta þig.“ Þá spurði Sigrún hvort hann vildi segja henni leyndarmál:

Þá sagði maðurinn: „Ég runka mér stundum þegar ég er búinn að horfa á ungar stúlkur.“

„Hvar?“

„Ég fer stundum afsíðis.“

„Á Glerártorgi?“

„Já, en ég rukka mér ekki þar“

„Hvar þá??“

„Fer stundum í Kjarnaskóg.“

„Horfirðu líka á ungar stelpur þar?“

Síðar sama kvöld sendi maðurinn þrjú skilaboð: „Hæ hæ skvísa – Mmmm ég var að koma úr sturtu – Hæ hæ skvísa.“

Lauk þar með þeirra samskiptum.

DV beinir þeim tilmælum til þeirra sem hafa lesið þessa umfjöllun að ræða alvarleika málsins við börn sín og ítreka að samþykkja ekki undir nokkrum kringumstæðum vinabeiðnir frá ókunnugum. Tugir karlmanna sendu Sigrúnu vinabeiðnir. Um 50 karlmenn sendu skilaboð. Um 50 vinabeiðnir eru enn ósamþykktar og hefur blaðamönnum ekki tekist að ræða við alla karlmennina sem hafa sýnt Sigrúnu áhuga.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa frétt.