Mannlaus bíll olli tjóni

Rann aftur á bak út úr bílastæði

Hafnargatan í Reykjanesbæ en um helgina fer fram Ljósanótt í bæjarfélaginu.
Reykjanesbær Hafnargatan í Reykjanesbæ en um helgina fer fram Ljósanótt í bæjarfélaginu.

Bifreið sem lagt hafði verið í bifreiðastæði í Keflavík í gærkvöld lagði óvænt af stað og rann aftur á bak út úr stæðinu, norður Hafnargötu þar sem hún fór þversum á götunni og hafnaði á annarri bifreið sem var kyrrstæð og mannlaus í nokkurri fjarlægð.

Lögreglan á Suðurnesjum segir að báðar bifreiðar urðu fyrir lítils háttar skemmdum en ekki urðu aðrar afleiðingar af ferðalagi þeirrar fyrrnefndu.

Þá varð árekstur á Reykjanesbraut nærri Flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar erlendur ferðamaður stöðvaði bifreið sína á veginum og annar ók aftan á hana. Töluverðar skemmdir urðu á bifreiðunum og var önnur þeirra óökuhæf eftir óhappið en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum þá urðu ekki slys á fólki.

Þessi grein er af Suðurnesjavef DV, sem er að fullu aðgengilegur áskrifendum. Áskrift kostar aðeins frá 928 kr. á mánuði.
Sjá tilboð »

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.