Vitinn í Sandgerði fær þyrluvöll

Veitingahúsið Vitinn í Sandgerði óskaði eftir aðstöðu og leyfi fyrir þyrluflug

Fær veitingastaðurinn þyrluvöll á næstunni?
Vitinn í Sandgerði Fær veitingastaðurinn þyrluvöll á næstunni?
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Eigendur veitingahússins Vitans í Sandgerði óskuðu eftir því við húsnæðis-, skipulags- og byggingaráð Sandgerðis að fá aðstöðu og leyfi fyrir þyrluflug í Sandgerði en ráðið hefur falið skipulagsfulltrúa bæjarins að kanna frekar hvaða skilyrða þarf að uppfylla fyrir vottun Samgöngustofu á skráðum þyrluvelli.

Víkurfréttir greina frá þessu.

Þar segir að bæjarráð Sandgerðis hafi jafnframt samþykkt að veitt verði leyfi til reynslu til eins árs samkvæmt afgreiðslu húsnæðis-, skipulags-, og byggingaráðs og er bæjarstjóra er falið að fylgja málinu eftir.

Þessi grein er af Suðurnesjavef DV, sem er að fullu aðgengilegur áskrifendum. Áskrift kostar aðeins frá 928 kr. á mánuði.
Sjá tilboð »

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.