Guðmundur Kári slær í gegn: „Ég er með smá tilkynningu, ég er hommi“

50 þúsund hafa horft á myndbandið - Hrærður yfir viðbrögðunum

Guðmundur Kári segir að fjölmargir unglingar hafi sett sig í samband við sig og beðið hann um ráð.
Mikil viðbrögð Guðmundur Kári segir að fjölmargir unglingar hafi sett sig í samband við sig og beðið hann um ráð.

Guðmundur Kári Þorgrímsson, sextán ára sveitastrákur, hefur slegið rækilega í gegn eftir að hafa birt opinskátt myndband um samkynhneigð sína á Facebook-síðu sinni.

Guðmundur setti myndbandið, sem má sjá hér að neðan, inn á vefinn á föstudag og í morgunsárið höfðu fimmtíu þúsund manns horft á myndbandið, 2.600 höfðu líkað við það og því verið deilt hátt í fimm hundruð sinnum.

Svo eru líka bara krakkar sem vilja bara spjalla og spyrja hvernig mér liði eftir þetta

Í myndbandinu segir Guðmundur að hann sé í raun tvíkynhneigður, en þó meira hrifinn af strákum en stelpum. „Ímyndaðu þér að það séu tuttugu manneskjur sem ég er hrifinn af, þá er svona ein af þessum manneskjum stelpa.“ Í myndbandinu hvetur hann stráka, jafnt sem stelpur, að tala við sig ef þeir eru óöryggir með kynhneigð sína. „Hvenær er rétti tíminn til að koma út? Það er enginn réttur tími, þið verðið bara að kýla á þetta.“

Í samtali við DV segir Guðmundur, sem er frá Erpsstöðum skammt frá Búðardal, að hann hafi komið út úr skápnum í sumar. Fyrst hafi hann sagt móður sinni og systur frá. Hann hóf nám við Verkmenntaskólann á Akureyri í haust og þá kom hann út fyrir vinum sínum og öðrum fjölskyldumeðlimum.

Guðmundur segir að myndbandið hafi fengið mjög jákvæð viðbrögð og ekki sé hægt að gera sér í hugarlund hversu margir unglingar hafi haft samband við hann til að biðja um ráð, eða segja hversu mikið þeir tengi við það sem hann segir í myndbandinu. „Svo eru líka bara krakkar sem vilja bara spjalla og spyrja hvernig mér liði eftir þetta,“ segir þessi ungi og efnilegi strákur í samtali við DV.

ef þið viljið spjalla þá er snap: gummitviburi

Posted by Guðmundur Kári Þorgrímsson on Friday, 18 September 2015

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.