Lagðist að bryggju í Grindavík með tundurdufl: Lögreglan lokaði hluta hafnarinnar

Lögreglan á Suðurnesjum lokaði hluta Grindavíkurhafnar þegar Skinney SF 29 lagðist þar að bryggju með tundurdufl innan borðs

Skinney fékk hana í netið djúpt suður af Eldey.
Landhelgisgæslan fjarlægði sprengikúluna Skinney fékk hana í netið djúpt suður af Eldey.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Lögreglan á Suðurnesjum lokaði hluta Grindavíkurhafnar síðastliðinn föstudag þegar Skinney SF 29 lagðist þar að bryggju með tundurdufl innan borðs.

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar fóru um borð. Áhöfn skipsins yfirgaf það meðan starfsmenn Gæslunnar fjarlægðu sprengikúluna.

Ekki var vitað hvort hún væri virk, en Skinney hafði fengið hana í trollið djúpt suður af Eldey þar sem skipið var á humarveiðum.

Þessi grein er af Suðurnesjavef DV, sem er að fullu aðgengilegur áskrifendum. Áskrift kostar aðeins frá 928 kr. á mánuði.
Sjá tilboð »

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.