Blái herinn fær ekki aðstoð við förgun: „Viðleitni mín til að gera samfélaginu eitthvert gagn er að þrotum komin“

Tómas J. Knútsson, stofnandi Bláa hersins, segir bara tvennt í stöðunni; að borga förgunarkostnaðinn eða skila ruslinu aftur í sjóinn

Mynd: Úr einkasafni

Blái herinn stóð fyrir tveimur fjöruhreinsunum í maí og fyllti ruslið tuttugu og fjögur fiskikör og var um 3500 kíló.

Yfirmaður og stofnandi Bláa hersins.
Tómas J. Knútsson Yfirmaður og stofnandi Bláa hersins.
Mynd: ÞLB

Stofnandi Bláa hersins og sá sem skipulagði hreinsunina,
Tómas J. Knútsson, situr nú hinsvegar uppi með allt ruslið því hann fær ekki aðstoð við förgun en greiða þarf fyrir slíkt í dag.

Einhverjir skyldu halda að samtök sem einbeita sér að því að hreinsa rusl úr sjónum okkar fengi að farga því án kostnaðar en svo er ekki. Þannig að eftir stendur Tómas með 3500 kíló af rusli og hann segir bara tvennt í stöðunni.

Tómas veit ekkert hvernig hann kemur til með að losa sig við ruslið.
Fiskikörin full Tómas veit ekkert hvernig hann kemur til með að losa sig við ruslið.

„Ég hef leitað til ýmissa aðila um að kaupa þetta af mér og koma í rétta förgun en það er enginn vilji til þess að gera það. Það er því tvennt í stöðunni, borga förgunarkostnaðinn eða skila því aftur í sjóinn,“ segir Tómas en strandlengjan sem var hreinsuð náði ekki kílómetra.

„Hvað á ég að gera, ég er alveg ráðalaus yfir þessu og viðleitni mín til að gera samfélaginu eitthvert gagn er að þrotum komin.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.