Bátur strandaði við Hópsnes á Reykjanesi

Vélin í línubátnum Gottlieb stoppaði og rak nánast upp í fjöru - Bátsmenn komust sjálfir í land - Allt tiltækt björgunarlið var kallað út

Bátsmenn ganga í land.
Af vettvangi. Bátsmenn ganga í land.
Mynd: Haraldur Björn Björnsson

Línubáturinn Gottlieb GK 39 strandaði við Hópsnes á sunnanverðu Reykjanesi um hádegisbilið í dag. Fjórir voru um borð í bátnum og komust þeir allir í land upp á eigin spýtur.

Gottlieb GK 39 strandaði við Hópnes.
Gottlieb GK 39 strandaði við Hópnes.

Sigurður Arnar Kristmundsson, hafnarstjóri í Grindavík, sagði í samtali við DV að vél bátsins hefði stoppað hafi hann tekið að reka í land. Sagði hann að báturinn hefði rekið nánast alla leið upp í fjöru.

Bátar sem voru á veiðum á sömu slóðum reyndu að koma bátnum til aðstoðar en án árangur. Kallað var út allt tiltækt björgunarlið. Þyrla mætti á svæðið en samkvæmt Sigurði komust allir bátsmenn í land án aðstoðar.

Nú er verið að skoða hvort hægt verði að draga bátinn aftur en enn á eftir að meta skemmdir.

Mynd: Haraldur Björn Björnsson.

Mynd: Haraldur Björn Björnsson.

Þessi grein er af Suðurnesjavef DV, sem er að fullu aðgengilegur áskrifendum. Áskrift kostar aðeins frá 928 kr. á mánuði.
Sjá tilboð »

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.