Svindlaði Arnar í Víðavangshlaupi ÍR?

Hélt sig ekki við brautina – Var einni sekúndu á undan næsta manni

Arnar stekkur yfir steyptan kant á meðan Ingvar hleypur á brautinni.
Arnar og Ingvar á lokametrunum. Arnar stekkur yfir steyptan kant á meðan Ingvar hleypur á brautinni.
Mynd: Skjáskot/Facebook

Síðastliðinn fimmtudag, sumardaginn fyrsta, fór Víðavangshlaup ÍR fram. Þar sigraði Arnar Pétursson en hann var einni sekúndu á undan næsta manni, Ingvari Hjartarsyni úr Fjölni.

Myndband af því þegar þeir Arnar og Ingvar hlaupa síðustu metranna hefur nú birst á Facebook og vakið mikla athygli. Þar sést þegar þeir taka síðustu beygjuna að endamarkinu en þar stekkur Arnar yfir steyptan kant og styttir sér þannig leið.

Margir hafa því velt því fyrir sér hvort Arnar hefði náð að sigra, þar sem aðeins einni sekúndu munaði á hlaupurunum, ef hann hefði haldið sig við brautina líkt og Ingvar gerði. Á Facebook-síðu Félags maraþonhlaupara er atvikið harðlega gagnrýnt.

Þess má geta að Arnar var síðastliðið haust sýknaður vegna ásakana um svindl í Reykja­vík­ur­m­araþon­inu.

Má stytta sér leið í svona götuhlaupi?????

Posted by Óskar Hlynsson on 27. apríl 2015

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.