„Menn voru alveg eldsnöggir“

Framkvæmdastjóri Gentle Giants segir að vel hafi gengið að flytja fólkið úr reykfylltum hvalaskoðunarbátnum

Allir eru að sögn ómeiddir.
Höfnin á Húsavík Allir eru að sögn ómeiddir.
Mynd: Mynd DV

DV ræddi sttutlega við Stefán eftir óhappið.
Fljótafgreitt DV ræddi sttutlega við Stefán eftir óhappið.
Mynd: Gentle Giants

„Menn voru alveg eldsnöggir að afgreiða þetta mál og allir heilir. Það er það eina sem ég hef um málið að segja núna.“ Þetta segir Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants á Húsavík.

Eins og DV greindi frá kom eldur upp í hvalaskoðunarbáti um 3,5 sjómílur frá landi nú fyrir skemmstu. 24 voru um borð í bátnum en þeir eru allir komnir á þurrt, heilir á höldnu.

Stefán segir í samtali við DV að allir séu ómeiddir. „Þetta var aðallega reykur,“ sagði hann en boðaði að fyrirtækið sendi frá sér yfirlýsingu von bráðar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.