Lögreglan leitar níu vikna barns

Foreldrar gefa misvísandi skýringar á hvarfi þess

Lögregla í Sarasota-sýslu í Florida leitar ákaft níu vikna barns sem ekkert hefur sést til í rúmlega mánuð. Foreldrar barnsins eru sagðir vera fíkniefnaneytendur. Amma barnsins hafði samband við lögregluna í Sarasota-sýslu þann 4. október og sagðist ekki hafa séð dótturson sinn, Chance Walsh, síðan 9. september.

Foreldrar drengsins, Kristen Bury, 32 ára, og Joseph Walsh, 36 ára, eru sagðir vera fíkniefnaneytendur. Þau hafa gefið vinum og ættingjum misvísandi upplýsingar um afdrif drengsins. Þau sögðu fyrst að hann hefði látist í umferðarslysi í Suður-Carolina í ágúst.

Parið lenti þar í árekstri, bíllinn eyðilagðist en þau sluppu óheidd. Lögregla þar segir hins vegar að ekkert barn hafi verið í bílnum og enginn barnabílstóll.

Önnur saga sem parið hefur sagt er að þau hafi gefið konu barnið á gistiheimili þar sem þau dvöldust í Georgia-ríki. En umrædd kona tjáði lögreglu að Kristen hafi reynt að selja henni barnaföt og sagt henni að barnið hennar væri dáið.

Lögreglan hefur leitað á heimili parsins í Sarasota. Þar fundist blóðblettir. Sporhundur hefur leitað í nágrenni heimilisins en án árangurs. Lögreglan segir að blóðblettirnir sem fundust í íbúð parsins styrki þær grunsemdir sem þeir hafi. Vill lögreglan ekki gefa nánar út um þetta.

Blóðblettir fundust í íbúðinni og sporhundur hefur leitað í nágrenninu en án árangurs.
Heimili parsins í Sarasota Blóðblettir fundust í íbúðinni og sporhundur hefur leitað í nágrenninu en án árangurs.

Lögregluforinginn Charlie Thorpe segir:

„Við vonum að einhver sé með Chance litla einhvers staðar. Við virðumst ekki geta fengið Walsh og Bury til að segja okkur sannleikann. Ég hef þá von að barnið sé lifandi einhvers staðar. Við megum engan tíma missa. Allir vilja vita hvar barnið er. Foreldrarnir vita sannleikann og ég skora á þau að segja okkur hvað gerðist.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.