Féll úr stiga og beinbrotnaði

Lögregla upplýsti Vinnueftirlitið um slysið

Mynd: Sveinbjörn Berentsson

Maður sem féll úr álstiga þar sem hann var við vinnu sína í gær handleggsbrotnaði og fór úr olnbogalið.

Maðurinn var að vinna við brunavarnarkerfi í leikskóla í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum þegar hann féll úr stiganum niður á gólf byggingarinnar og kom niður á olnbogann. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og þaðan á Landspítala þar sem gert var að meiðslum hans.

Lögregla upplýsti Vinnueftirlitið um slysið.

Þessi grein er af Suðurnesjavef DV, sem er að fullu aðgengilegur áskrifendum. Áskrift kostar aðeins frá 928 kr. á mánuði.
Sjá tilboð »

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.