Útboðsgengi Símans þriðjungi hærra en verðið sem völdum fjárfestum var boðið

Umframeftirspurn í hlutafjárútboði fjarskiptafyrirtækisins - Útboðsgengið verður 3,3

Fjarskiptafélagið verður tekið til viðskipta í Kauphöll íslands 15. október næstkomandi.
Síminn Fjarskiptafélagið verður tekið til viðskipta í Kauphöll íslands 15. október næstkomandi.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Tæplega 5.000 fjárfestar óskuðu eftir að fá að kaupa hlutabréf í Símanum, fyrir alls 33 milljarða króna, í hlutafjárútboði fyrirtækisins sem lauk í gær. Arion banki, sem seldi þá 21% hlut í fjarskiptafyrirtækinu, ákvað þá að selja 4.600 fjárfestum fyrir um 6,7 milljarða króna. Útboðsgengi Símans verður því 3,33 krónur á hlut en markaðsvirði alls hlutafjár í fyrirtækinu er samkvæmt því 32 milljarðar króna.

Alls 5% voru seld á genginu 3,1 krónur á hlut í tilboðsbók A þar sem tekið var við tilboðum að hámarki tíu milljóna króna. Hin 16% voru seld á genginu 3,4 krónur í tilboðsbók B, þar sem lágmarksgengi var 2,7, til þeirra fjárfesta sem voru reiðubúnir til að greiða yfir tíu milljónir króna.

Orri Hauksson, forstjóri Símans, fékk að kaupa 0,4% hlut í fyrirtækinu af Arion banka á genginu 2,5 krónur á hlut.
Forstjórinn Orri Hauksson, forstjóri Símans, fékk að kaupa 0,4% hlut í fyrirtækinu af Arion banka á genginu 2,5 krónur á hlut.

Eins og komið hefur fram fengu vildarviðskiptavinir Arion banka að kaupa alls 5% hlut í Símanum á genginu 2,8, fyrir að hámarki 25 milljónir króna hver. Verðmæti bréfanna sem vildarvinirnir keyptu hefur því aukist um 18% miðað við útboðsgengið. Arion banki seldi einnig 5% hlut í Símanum til fjárfesta sem Orri Hauksson, forstjóri Símans, leiddi saman. Gengið í þeim viðskiptum var 2,5 krónur á hlut eða þriðjungi lægra en útboðsgengið. Virði þeirra bréfa hefur því aukist um 32%. Söluhömlur eru á bréfum vildarviðskiptavinanna en þeir megja ekki selja sín bréf fyrr en 15. janúar 2016. Fjárfestahópur Orra má ekki selja fyrr en í janúar 2017.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.