Maðurinn látinn: Predikarinn grunaður um morð

Hæstiréttur Íslands staðfesti gæsluvarðhald yfir manninum í dag

Hæstiréttur Íslands hefur staðfest gæsluvarðhald yfir 36 ára gömlum karlmanni sem varð karlmanni á sextugsaldri að bana um helgina. RÚV greinir frá því að maðurinn sem ráðist var á á heimili á Akranesi um helgina, sé látinn. Það hafi gerst nú síðdegis.

Hinn grunaði er sagður hafa kyrkt hann með skóreim samkvæmt heimildum DV. Því næst segja nágrannar mannsins að hann hafi farið út í garð og tekið gröf. Þriðji maðurinn var einnig á heimilinu þegar atvikið átti sér stað.

Maðurinn lést ekki sama kvöld af áverkum sínum, heldur var hann fluttur á spítala þar sem hann dó skömmu síðar.
Maðurinn sem er grunaður um verknaðinn hefur glímt við andlega erfiðleika og í umfjöllun DV um málið í vikunni kom fram að hann hefði ítrekað reynt að leita sér hjálpar hjá heilbrigðisyfirvöldum, en alltaf komið að lokuðum dyrum.

Maðurinn verður í gæsluvarðhaldi til 14. október.

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa frétt.