Innbrotahrina á Suðurnesjum: Stálu meðal annars biblíu og borvél

Óvenjumargar tilkynningar um þjófnaði og innbrot bárust lögreglunni á Suðurnesjum í gær

Myndin er sviðsett.
Innbrot Myndin er sviðsett.
Mynd: Shutterstock

Óvenjumargar tilkynningar um þjófnaði og innbrot bárust lögreglunni á Suðurnesjum í gær. Í tilkynningu frá lögreglunni eru atvik reifuð en tilkynnt var um þjófnað á skjávarpa af veitingastað.

Þá var farið inn í íbúðarhúsnæði og þaðan stolið fartölvu og veski með nokkur þúsund krónum í.

Úr annarri íbúð, sem brotist hafði verið inn í, var meðal annars stolið skarti, ryksugu, flatskjá, borvél, tölvuskjá og biblíu.

Úr næstu íbúð fyrir ofan á sama stigagangi var búið að stela ryksugu, auk þess sem skemmdir höfðu verið unnar á húsnæðinu.

Þá var farið inn í bifreið í umdæminu síðastliðinn föstudag og þaðan stolið bakkmyndavél, um 40 geisladiskum, auk fleiri muna.

Málin eru í rannsókn.

Þessi grein er af Suðurnesjavef DV, sem er að fullu aðgengilegur áskrifendum. Áskrift kostar aðeins frá 928 kr. á mánuði.
Sjá tilboð »

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.