Amfetamín ekki verið ódýrara síðan árið 2005

Heimildarmenn SÁÁ segja skýringuna liggja í því að efnið sem fæst hér á landi sé lélegt

Hefur ekki verið ódýrara hér á landi síðan árið 2005. Myndin er úr safni.
Amfetamín Hefur ekki verið ódýrara hér á landi síðan árið 2005. Myndin er úr safni.

Verðlækkun hefur orðið á amfetamíni sem hefur ekki verið lægra í tíu ár, eða síðan sumarið 2005. Þetta kemur fram á vef SÁA en þar eru gerðar mánaðarlegar kannanir á verðlagi á ólöglegum vímuefnum á götunni.

Allir innritaðir sjúklingar, sem hafa heilsu til, taka þátt í könnun þar sem spurt er hve margir þeirra hafa keypt slík efni síðastliðnar tvær vikur, og hvað greiddu þeir fyrir efnin. Það sem vekur jafnan athygli er hve ólöglegi vímuefnamarkaðurinn virðist vera þróaður og stöðugur. Litlar sveiflur eru á verði og í raun virðist hægt að tala um að jafnvægi sé milli framboðs og eftirspurnar.

En nú virðist talsverð verðlækkun hafa orðið á amfetamíni, sem fyrr segir. „Heimildarmenn SÁÁ telja skýringarinnar ekki síst að leita í því að það efni sem nú er til sölu hér á landi sé lélegt og standist illa samanburð við rítalín-lyf sem fáanleg eru á svörtum markaði hér á landi. Rítalín hefur frá hruni verið helsti vímugjafi fíkla sem nota örvandi efni,“ segir á vef SÁÁ.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.