Ólöf Steinunn er búin að bíða í eitt ár eftir greiningu á syni sínum og hefur enga aðstoð fengið á meðan

„Það er búið að taka okkur meira en ár að komast að en á öllum þessum tíma þá hefur okkur ekki verið boðið nein aðstoð“ - Stendur fyrir fyrirlestri í Reykjanesbæ undir yfirskriftinni „Einhverfa og skipulögð kennsla“

Stendur fyrir fyrirlestri í Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum undir yfirskriftinni „Einhverfa og skipulögð kennsla.“
Ólöf Steinunn og sonur hennar Stendur fyrir fyrirlestri í Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum undir yfirskriftinni „Einhverfa og skipulögð kennsla.“

„Sölvi Steinn sonur minn er í greiningarferli, það er búið að taka okkur meira en ár að komast að en á öllum þessum tíma þá hefur okkur ekki verið boðið nein aðstoð. Ég veit að Sölvi minn er ekki eina barnið á svæðinu sem þarf aðstoð en það sem hægt er að gera betur er að fræða og kenna foreldrum barna með einhverfu eða þeim sem eru í greiningarferli hvernig þau geta aðstoðað og kennt sínum börnum,“ segir Ólöf Steinunn Lárusdóttir sem tók það upp hjá sjálfri sér að standa fyrir fyrirlestri í Reykjanesbæ undir yfirskriftinni „Einhverfa og skipulögð kennsla.“

Talmeinafræðingur, sérkennari og sérfræðingur í boðskiptafræðum barna mun sjá um fyrirlesturinn.
Svanhildur Svavarsdóttir Talmeinafræðingur, sérkennari og sérfræðingur í boðskiptafræðum barna mun sjá um fyrirlesturinn.

Svanhildur Svavarsdóttir, talmeinafræðingur, sérkennari og sérfræðingur í boðskiptafræðum barna með einhverfu kemur til með að sjá um fyrirlesturinn þar sem fjallað verður meðal annars um Skipulagða kennslu sem aðferð sem byggir á hugmyndafræði TEACHH.

Hafsjór af fróðleik um einhverfu

Svanhildur starfar nú í Arizona í Bandaríkjunum þar sem hún sinnir kennslu, ráðgjöf og uppbyggingu sérdeildar fyrir einhverfa. Svanhildur hefur áratuga reynslu af þessum málaflokki og er hafsjór af fróðleik um einhverfu.

„Það er svo margt sem við getum gert til að hjálpa börnunum okkar sem skilar sér svo aftur út í samfélagið því það er nú bara þannig að því fyrr sem gripið er inn í því betra er það fyrir alla, okkur og sveitafélagið,“ segir Ólöf Steinunn sem kann Svanhildi miklar þakkir fyrir aðstoðina með son sinn.

„Heppin að hafa hitt Svanhildi“

„Ég er það heppin að hafa hitt Svanhildi áður með Sölva, en hún gat kennt mér og komið mér í skilning um svo margt á þessum stutta tíma sem við sátum saman. Þegar ég fór út frá henni þá hef ég hugsað mikið um það hversu margir foreldrar séu þarna út í sömu sporum og ég, en það er ástæðan fyrir því að ég fór að af stað með þetta verkefni. Ég vona svo í framhaldi að bærinn og aðrir sem hafa þekkingu og vilja haldi áfram að mennta okkur hin til hins betra.“

Fyrirlesturinn fer fram á morgun, þriðjudaginn 27. Október, klukkan 13:00-14:00 í Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum (MSS). Nánari upplýsingar HÉR!

„Ég vill sérstaklega þakka Svanhildi Svavarsdóttur og Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum fyrir sitt framtak til viðburðarins,“ segir Ólöf Steinunn.

Þessi grein er af Suðurnesjavef DV, sem er að fullu aðgengilegur áskrifendum. Áskrift kostar aðeins frá 928 kr. á mánuði.
Sjá tilboð »

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.