Bubbi um könnun Útvarps Sögu: „Mér finnst þetta ömurlegt“

Fólk hefur samband við Bubba Morthens vegna breytinga á skoðanakönnun Útvarps Sögu - „Eitt að gera villandi skoðanakönnun, annað að falsa niðurstöður“

Segir eitt að gera villandi skoðanakönnun, annað að falsa niðurstöður.
Bubbi Morthens. Segir eitt að gera villandi skoðanakönnun, annað að falsa niðurstöður.
Mynd: © Eyþór Árnason

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens segir að hann hafi í dag fengið nokkrar ábendingar frá fólki sem tók þátt í skoðanakönnun Útvarps Sögu, þar sem þátttakendur eru spurðir hvort að þeir treysti Bubba. Fólkið segir að það hafi játað því að treysta Bubba sem og yfirgnæfandi meirihluti svarenda en nú sé búið að snúa niðurstöðum könnunarinnar við, Bubba í óhag.

„Nú langar mig gott fólk að benda ykkur á dálítið furðuleg sem virðist vera að gerast. Ég er að fá pósta frá fólki sem er að benda mér að Útvarp Saga sé að falsa niðurstöður könnunar um mig,“ segir Bubbi og bætir við:

„Eitt er að stöðin kýs að ráðast á mig með svo mjög villandi skoðunarkönnun, annað er að falsa niður stöður.“

Frá þessu greindi Bubbi á Facebook-síðu sinni fyrir skemmstu. Vitnar hann í tvö skilaboð sem bárust honum fyrr í dag um málið.

DV náði tali af Bubba rétt í þessu þar sem hann lýsir yfir vonbrigðum sínum á hvernig málum sé háttað.

„Þegar heil útvarpsstöð reynir að sverta þig og þegar það tekst ekki þá falsa þau niðurstöður. Mér finnst þetta ömurlegt. Ég er mannelskur og með misþykkan skráp,“ segir Bubbi í samtali við DV.

Nú langar mig gott fólk að benda ykkur á dálítið furðuleg sem virðist vera að gerast ég er að fá pósta frá fólki sem er...

Posted by Bubbi Morthens on 11. október 2015

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.