Skemmdi bifreið og stakk af

Lögreglumenn náðu ökumanninum

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Lögreglan Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekið var utan í hlið bifreiðar í Keflavík um helgina þannig að töluverðar skemmdir urðu á henni, rispur eftir endilangri hliðinni, auk þess sem hliðarspegill brotnaði.

Bifreiðin var á ferð þegar önnur bifreið kom á móti henni með fyrrgreindum afleiðingum.

Sá sem valdur var að atvikinu ók í burtu án þess að sýna nein merki um að hann ætlaði að stöðva bifreið sína. Lögreglan hafði skömmu síðar upp á viðkomandi.

Þá hafði lögreglan á Suðurnesjum afskipti af fimm ökumönnum sem ýmist óku sviptir ökuréttindum eða voru grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna.

Einn þeirra ók ótryggðum bíl, hafði verið sviptur ökuréttindum og hafði neytt kannabis og amfetamíns, að því er sýnatökur á lögreglustöð staðfestu.

Þrír óku undir áhrifum áfengis og reyndist einn þeirra einnig hafa neytt kókaíns. Hinn fimmti ók sviptur ökuréttindum.

Þessi grein er af Suðurnesjavef DV, sem er að fullu aðgengilegur áskrifendum. Áskrift kostar aðeins frá 928 kr. á mánuði.
Sjá tilboð »

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.