Hélt að tryg49@hotmail.com væri umboðsmaður Alþingis

Segir svo að bréfið hafi verið falsað

Mynd: © DV ehf / Sigurður Gunnarsson © DV ehf / Sigurður Gunnarsson © DV ehf / Sigurður Gunnarsson © DV ehf / Sigurður Gunnarsson

Morg­un­blaðið hefur beðið les­end­ur sína af­sök­un­ar á rang­færsl­um sem birtust í Reykja­vík­ur­bréfi, pistli ritstjóra, í dag. Þar var vitnað í bréf sem maður að nafni Tryggvi Gunnarsson sendi úr netfanginu tryg49@hotmail.com til Eiríks Bergmanns Einarssonar stjórnmálafræðings þann 29. janúar. Daginn eftir sendi Tryggvi afrit af tölvupóstinum til stjórnmálamanna, forseta og fjölmiðlamanna.

Af einhverjum ástæðum taldi ritstjóri Morgunblaðsins að sendandinn væri Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis og fyrrverandi nefndarmaður í rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið. Fjallað var um bréfið með þeim hætti í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins.

Eiríkur Bergmann skrifar um málið á Facebook. „Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag er birt heldur súrt bréf sem ég fékk frá Tryggva nokkrum Gunnarssyni 29. janúar sl. úr netfanginu tryg49@hotmail.com vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um bók mína Iceland and the International Financial Crisis: Boom, Bust & Recovery þar sem meðal annars er rætt um hryðjuverkalagabeitingu Breta gegn Íslenskum eignum í október 2008. Tryggvi var ósáttur við framsetningu mína og taldi óþarfi að gera athugasemd við framferði Breta, vísaði þar i niðurstöður Rannsóknanefndar Alþingis RNA,“ segir hann og bætir við: „Ég gerði ekkert með þetta bréf á sínum tíma en sendandinn sendi daginn eftir afrit á forsetann, flokksformenn og helstu fjölmiðla. Núna hefur bréfið loksins ratað í Morgunblaðið, sem slær því föstu að sendandinn sé Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis og nefndarmaður í RNA. Vildi bara nefna það hér, að þessi umfjöllun er ekki frá mér komin og ég hef ekki hugmynd um hvaða Tryggvi Gunnarsson sendi mér þetta bréf -- sem svo sannalega að efni til var eins og út úr kú.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Egill Helgason segist einnig hafa fengið bréf úr þessu tölvupóstfangi. „Þetta er eiginlega alveg kostulegt, en það er svona þegar menn sjást ekki fyrir í hatrinu. Sjálfur hef ég fengið mörg bréf frá manni sem nefnist Tryggvi Gunnarsson. Hann hefur mjög eindregnar skoðanir,“ skrifar hann og bætir við: „Ég veit ekkert hvaða maður þetta er, ég veit ekki einu sinni hvort hann er raunverulegur og ég hef aldrei lesið bréfin sérlega vel. En aldrei hefur mér dottið í hug að þarna skrifi hann grandvari embættismaður, umboðsmaður Alþingis – sem líka heitir Tryggvi Gunnarsson. Ég hef aldrei tengt þetta saman eða dottið í hug að bréfritarinn Tryggvi væri að þykjast vera Tryggvi umboðsmaður.“

Athygli vekur að Mbl.is birti fyrr í dag frétt um að bréfið hefði reynst falsað. Nú hefur fyrirsögn fréttarinnar verið breytt í: „Bréfið ekki eft­ir umboðsmann Alþing­is“. Í samtali við fréttastofu RÚV furðar umboðsmaður Alþingis sig á þessum mistökum Morgunblaðsins.

Reykjavíkurbréf sunnudags hljóðar svo:

„Þegar dr. Eiríkur Bergmann, Evrópufræðingur, lýsti í byrjun þessa árs sjónarmiðum varðandi framgönguBreta gagnvart Íslendingum þá barst honum dálítiðeinkennilegt bréf úr óvæntri átt. Það var frá sjálfumUmboðsmanni Alþingis. Hann á, eins og aðrir emb-ættismenn, og þó mjög umfram þá, að gæta hófstill-ingar og varúðar út á við, vegna þeirrar einstökustöðu sem Alþingi Íslendinga veitir honum. Bréf Umboðsmanns Alþingis hljóðar svo: „Bresk lög um hætt-ur sem geta ógnað þjóðaröryggi landsins voru sam-þykkt í desember 2001. Þessi lagabálkur skiptist íþrjá meginhluta:
1)Anti-terrorism (Aðgerðir til að hindra hryðjuverkastarfsemi)
2)Crime (Ráðstafanir til að hamla gegn ólögleguathæfi)
3)Security (Ákvæði til að efla öryggi landsins) Mörg lagaákvæði í liðum 2 og 3 eru almennar öryggisráðstafanir.

Íslensku bankarnir í Bretlandi voru staðnir að ólöglegum fjármagnsflutningum til Íslands. Bretar brugðust því við þessu ólöglega athæfi samkvæmtlið 2, Crime, hér að ofan og kyrrsettu fjármagn þessara fjármálafyrirtækja. Það er þess vegna algjör misskilningur að þeir hafi beitt hryðjuverkalögum gagnvart Íslendingum, vegna þess að hryðjuverkaákvæðin í þessum lögum tengjast ekki fjármagnsflutningum frá landinu, því að „í lögunum segir, að ekki sé um hryðjuverkastarfsemi að ræða þó aðefnahagskerfi Breta verði fyrir einhverjum skaða“.(Wikipedia)

Af þessu leiðir að móðursýkislegur áróður í Icesave-málinu um beitingu hryðjuverkalaga af hálfu Breta gagnvart hinum blásaklausu Íslendingum á ekki við nein rök að styðjast. En þetta ástand kom sér vel fyrir forsetann, sem er enn í þjóðrembugírnum við að blaðra á alþjóðavettvangi um þessi meintu og hræðilegu hryðjuverkalög sem ófétið hann Gordon Brown átti að hafa beitt okkur, vegna ólöglegra fjármálagjörninga hinna glæsilegu og alsaklausu útrásarriddara. Gordon Brown sagði í bresku sjónvarpi að lögin hefðu verið sett til að koma í veg fyrir fjármagnsflutninga íslensku bankanna til Íslands („Transfer of Capital to Iceland“). Ekkert var minnst á hryðjuverkalög, enda tengjast þau á engan hátt þessari ólöglegu fjármálastarfsemi. (Liður 2 í bresku lögunum hér að ofan)

Hlustaðu á viðtal Egils Helgasonar við Guðrúnu Johnsen. Hún fullyrðir að Bretar hafi verið í fullum rétti til að grípa í taumana varðandi íslensku bankana í Bretlandi. Þannig að hér var ekki um að ræða einhverja hernaðarárás stórveldis á íslensku þjóðina, eins og þú sagðir í sjónvarpinu í gærkvöldi,heldur var hér á ferðinni fullkomlega eðlileg aðgerð,sem hafði ekki nokkurn skapaðan hlut að gera með beitingu hryðjuverkalaga.“

Góð dreifing, engin umræða
Hér er ekki verið að birta bréf sem sent var í trúnaðitil einstaklings. Því það var auk hans sent til fjölmargra fjölmiðla í janúarlok 2014. Einnig þótti rétt að forseti Íslands fengi afrit, ráðherrar, forystumenn á þingi og fleiri. Bréfið sætir tíðindum. Breytir þar engu þótt það beri með sér að hafa verið sent til viðtakanda kringum miðnætti og til fjölmiðla og annarra um miðnætti næsta dag. En þetta óvenjulega bréf virðist ekki hafa fengið neina umræðu, af hvaða ástæðum sem það er, og það virðist hvergi hafa verið birt. Margt er þar þó athyglisvert. Til dæmis það, hvernig Umboðsmaður Alþingis talar til forseta Íslands og hve stóryrtir dómar falla um þá sem voru andvígir Icesave-samningunum, og áttu samleið með 98% þjóðarinnar, en ekki með háværum hagfræðingum, Ríkisútvarpinu eða Seðlabankanum.

Þá er augljóst, að þessi annar af tveimur aða-mönnum Rannsóknarnefndar Alþingis hefur ekki sefjast af söngnum, sem vel hefur verið kyrjaður, um að yfirlýsing fyrrverandi seðlabankastjóra, um að skattgreiðendur skyldu alls ekki axla ábyrgð á skuldum óreiðumanna, hafi eitthvað haft með notkun hryðjuverkalagabálksins að gera né það, að setja Ísland á lista yfir hryðjuverkamenn á borð viðOsama bin Laden.

Getur verið að sá þáttur einn hafi dugað samferðamönnum á „RÚV“ og 365 til að smeygja þessu fróðlega bréfi eins æðsta og friðhelgasta embættis-manns landsins undir sessuna?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.