Veiðimaður fannst látinn á fjöllum

Hneig niður við rjúpnaveiðar

Í fjallend­inu vest­an Langa­vatns í Borg­ar­byggð var síðdeg­is í gær­dag komið að látn­um manni. Hann hafði verið á rjúpna­veiðum ásamt þrem­ur öðrum. Er fé­lag­ar hans höfðu ekk­ert heyrt frá hon­um um tíma, fóru þeir að leita að hon­um og fundu hann þar sem hann hafði hnigið niður. Hringt var eft­ir aðstoð og reynd end­ur­lífg­un sem bar ekki ár­ang­ur.

Lög­regl­an í Borg­ar­f­irði og Döl­um ásamt björg­un­ar­sveit­ar­mönn­um fóru á vett­vang og komu líki hins látna til byggða. Maður­inn var 62 ára að aldri. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa frétt.