Sérsveitin með viðbúnað á Garðsvegi

Lokaði veginum við afleggjarann til Helguvíkur

Mynd: © DV ehf / Sigurður Gunnarsson

Veginum á milli Keflavíkur og Garðs hefur verið lokað af lögreglu. Er um að ræða svæðið rétt við afleggjarann við Helguvík. Lögreglan hefur ekki viljað tjá sig við DV.is um málið en Brunavarnir Suðurnesja staðfesta að lögreglan hafi óskað eftir því að sjúkrabíll sé í viðbragðsstöðu vegna málsins.

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til en talið er að málið varði mann sem er hættulegur sér og öðrum.

Ekki eru frekari upplýsingar að fá um málið að svo stöddu en þær verða sagðar um leið og unnt er.

Uppfært 15:51: Aðgerðum lokið en um mannlegan harmleik var að ræða samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Þessi grein er af Suðurnesjavef DV, sem er að fullu aðgengilegur áskrifendum. Áskrift kostar aðeins frá 928 kr. á mánuði.
Sjá tilboð »

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa frétt.