Sjáðu leynilegasta svæði Íslands

Blaðamenn DV fóru á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar

Þegar blaðamenn DV voru á svæðinu mátti sjá tvær herþotur aka á NATO-svæðinu við Leifsstöð. Síðar fengust þau svör frá utanríkisráðuneytinu að herþoturnar væru tékkneskar Saab JAS 39 Gripen herþotur.
1. Herþota Þegar blaðamenn DV voru á svæðinu mátti sjá tvær herþotur aka á NATO-svæðinu við Leifsstöð. Síðar fengust þau svör frá utanríkisráðuneytinu að herþoturnar væru tékkneskar Saab JAS 39 Gripen herþotur.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Eitt leynilegasta öryggissvæði Íslands er á Keflavíkurflugvelli. Þar eru geymdar yfir 300 vélbyssur auk annarra vopna sem íslensk yfirvöld komast í ef svo ber við. Aðgangur að svæðinu er heftur með gaddavírsgirðingu og eru þeir sem yfir hana fara ákærðir og eiga von á allt að þriggja ára fangelsisdómi.

Svæðið er einnig athafnasvæði þeirra NATÓ-þjóða sem hingað koma til lands til þess að sinna lofthelgisgæslu en tékkneskar orrustuþotur voru að lenda á svæðinu þegar blaðamönnum og ljósmyndara DV bar að garði.

Þau vopn sem eru meðal annars geymd á yfirráðasvæði Landhelgisgæslunnar eru MG 3 vélbyssur sem skjóta allt að 1.300 skotum á mínútu, raunar eingöngu notað af herjum hinna ýmsu landa, svo sem Íran, Pakistan, Ítalíu og Danmerkur. Byssan er ekkert smáræði, er 1,2 metrar á lengd og vegur rúmlega tíu kíló.

Fyrst og fremst er þetta hergagn notað sem varavopn skriðdreka og aðalvopn brynvarðra farartækja en í sumum tilvikum notað sem hríðskotabyssa fótgönguliða, þá yfirleitt með þrífót. Talsmenn Landhelgisgæslunnar hafa ekki skýrt hvers vegna Gæslan hefur þörf á slíku hergagni.

Byggingin efst til hægri er Leifsstöð. Þessi sem er merkt 1. er yfirráðasvæði NATÓ þar sem þeir geyma meðal annars orrustuþotur sem sinna lofthelgisgæslu. Númer 2. er öryggisvæði Landhelgisgæslunnar og númer 3. er æfingasvæði sérsveitar Ríkislögreglustjóra.
Gervihnattamynd Byggingin efst til hægri er Leifsstöð. Þessi sem er merkt 1. er yfirráðasvæði NATÓ þar sem þeir geyma meðal annars orrustuþotur sem sinna lofthelgisgæslu. Númer 2. er öryggisvæði Landhelgisgæslunnar og númer 3. er æfingasvæði sérsveitar Ríkislögreglustjóra.

Hér má sjá öryggissvæði Landhelgisgæslunnar en samkvæmt upplýsingum frá henni er það hérna sem yfir 300 vélbyssur eru geymdar þar til ákveðið verður hvað eigi að gera við þær. Þeir sem hætta sér inn á svæðið mega eiga von á því að vera dæmdir í allt að 3 ára fangelsi.
2. Landhelgisgæslan og byssugeymslan Hér má sjá öryggissvæði Landhelgisgæslunnar en samkvæmt upplýsingum frá henni er það hérna sem yfir 300 vélbyssur eru geymdar þar til ákveðið verður hvað eigi að gera við þær. Þeir sem hætta sér inn á svæðið mega eiga von á því að vera dæmdir í allt að 3 ára fangelsi.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Hér má sjá húsnæði Ríkislögreglustjóra en sérsveitin hefur notað skemmuna fyrir æfingar um nokkurt skeið. Takið eftir gámunum sem hafa verið festir saman en þar æfa sérsveitarmenn sig af húsþaki. Á svæðinu er einnig skotæfingasvæði sérsveitarinnar.
3. Æfingasvæði sérsveitarinnar Hér má sjá húsnæði Ríkislögreglustjóra en sérsveitin hefur notað skemmuna fyrir æfingar um nokkurt skeið. Takið eftir gámunum sem hafa verið festir saman en þar æfa sérsveitarmenn sig af húsþaki. Á svæðinu er einnig skotæfingasvæði sérsveitarinnar.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Viltu lesa meira? Þessi grein er af Suðurnesjavef DV, sem er að fullu aðgengilegur áskrifendum. Áskrift kostar aðeins frá 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.