„Afi feiti“ lokkaði 5 ára drengi heim til sín með nammi og braut á þeim

Björn Einarsson leitar að gráhærðum eldri manni sem lokkaði son hans heim til sín og sýndi á sér typpið - Hótaði að drepa foreldra þeirra ef drengirnir myndu kjafta frá

„Sonur minn hefur ekki þorað að benda á hús mannsins og segist núna ekki muna hvar hann á heima út af hræðslu.“
Hótaði að drepa foreldra drengjanna „Sonur minn hefur ekki þorað að benda á hús mannsins og segist núna ekki muna hvar hann á heima út af hræðslu.“

Tveir fimm ára drengir voru lokkaðir inn í heimahús í Kópavogi þar sem eldri maður, sem kallar sig „afi feiti“, gaf þeim nammi, leyfði þeim að horfa á Tomma og Jenna og sýndi þeim á sér typpið. Móðir annars drengsins komst að þessu fyrir tilviljun í gær þegar hún heyrði í syni sínum ræða við vin sinn um það hvort þeir ættu að fara út að leika á skólasvæðinu eða fara heim til „Afa feita.“

Björn Einarsson, körfuboltaþjálfari og faðir annars drengsins, greinir frá málinu á Facebook-síðu sinni í kvöld en þar birtir hann opið bréf til „afa feita“ sem hann nú leitar af.

„Eftir nokkur samtöl kom i ljós að þeir hafa verið plataðir heim nokkrum sinnum af einhverjum viðbjóðslegum einstakling (leynilegur vinur) sem leyfði þeim að horfa á Tomma og Jenna, gefur þeim nammi og hefur m.a. sýnt þeim typpið sitt og guð mà vita hvað!!??“

Björn segir lögregluna komna inn í málið af fullum þunga og biður alla þá sem kannast við gráhærðan eldri mann með bumbu sem kallar sig „afa feita“ og býr í Kórahverfinu að hafa samband við sig: „Kannski langsótt en allt hjálpar til við að finna þetta kvikindi.“

Þá segir Björn einnig að sonur hans hafi verið hræddur við að segja frá þar sem „afi feiti“ hafi hótað því að drepa foreldra drengjanna.

„Sonur minn hefur ekki þorað að benda á hús mannsins og segist núna ekki muna hvar hann á heima út af hræðslu..segir bara að hann sé fluttur í Mosfellsbæ.“

Í samtali við DV segir Björn að máttur Facebook sé mikill og því hafi hann leitað þangað í von um að finna þennan mann: „Ég er búinn að fá ótrúlega mörg skilaboð og símtöl. Þá hef ég líka frétt af öðrum svipuðum málum sem komu upp fyrir einu og tveimur árum.“

Björn var, eins og gefur að skilja, verulega brugðið við að heyra þessar fréttir og hefur síðan í dag leitað að manninum. Hann segist ekki ætla að gefast upp: „Ég mun finna hann.“

Þessi grein er af Suðurnesjavef DV, sem er að fullu aðgengilegur áskrifendum. Áskrift kostar aðeins frá 928 kr. á mánuði.
Sjá tilboð »

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.